Lexus frumsýnir nýja rafjeppling
Lexus mun afhjúpa sinn fyrsta rafbíl, sem Autocar fréttamiðilinn telur að verði rafmagnsútgáfa af UX sportjepplingnum, á bílasýningunni í Guangzhou í Kína, síðar í þessum mánuði.

Framleiðandinn japanski hefur ekki gefið neinar nákvæmar upplýsingar um bílinn fyrir sýninguna sem hefst 22. nóvember, en segir að hann sé „sérstaklega gerður til að mæta þörfum eigenda í Kína og Evrópu.“
Talið er að bílinn verði byggður á sama undirvagni og rafmagnútgáfa Toyota C-HR, systurbíls UX, en sá bíll hefur nú þegar verið boðinn til sölu í Kína sem rafmagnsknúinn. Líklega mun bílinn verða kallaður Lexus UX Electric.
Við hjá Bílablogg fylgjumst vel með og látum ykkur lesendur góðir vita um leið og þessi bíll kemur til landsins.
Byggt á frétt frá Autocar og fréttatilkynningu Toyota Group.



