Lekið! Tölvuteikningar sem sýna líklega Ford Mustang-innblásinn rafjeppa

Myndin frá Ford sem sýnir helstu línur í þessum nýja bíl – frumsýningin verður þann 17. nóvember næstkomandi
Í síðustu viku kom Ford fram með vísbendingu um næsta stóra verkefnið sitt – Mustang-innbláinn rafdrifinn „crossover“ eða sportjeppa sem að sögn mun kallast Mach 1 eða Mach E – og að þessu sinni setti bifreiðaframleiðandinn fram dagsetningu fyrir afhjúpun hans. Þann 17. nóvember verður loks kynntur nýr rafbíll hjá Ford en við þurfum ekki að bíða svo lengi eftir því að fá betri hugmynd um hvernig nýi Mach 1 mun líta út.
Teikningu lekið á internetið
Þökk sé AllCarNews á Facebook fékk internetið innsýn á einhverri tölvuhönnun (CAD) á því sem lítur út fyrir að vera nýi rafjeppinn. CAD-skjámyndirnar endurspegla lögunina sem hægt var að sjá á „kynningarmyndinni“ frá Ford, með þakandi þaklínunni, Mustang-innblásnum afturljósum, allt til staðar og rétt. Ekki er vitað um frekari smáatriði um nýja bílinn ennþá, en það lítur út fyrir að hönnunin sé í rauninni Mustang-innblásin. AllCarNews sýndi myndir byggðar CAD-teikningum sem fylgja hér með.
Hvað sem Ford endar með að kalla hann, verður nýi rafbíllinn fyrsti rafmagnsbílinn sem þeir munu selja í Bandaríkjunum, en það er bara byrjunin á helstu áætlunum rafbíla hjá Ford. Ford fór nýlega í samstarf við bæði Volkswagen og Rivan til að hjálpa til við að koma rafbílaáætluninni af stað. Bílaframleiðandinn í Dearborn hyggst selja um 600.000 rafbíla í Evrópu á næstu sex árum og mun nota grunninn að Rivian fyrir fullgildan rafdrifinn jeppa eða rafdrifinn pallbíl.




