Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 21:16
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Leigubílstjórar á rafmagnsbílum

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
06/06/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 5 mín.
275 14
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Leigubílstjórar á rafmagnsbílum

Við hittum nokkra hressa atvinnubílstjóra sem hafa það skemmtiega verkefni með höndum að aka rafbílum alla daga.

Okkur langaði að heyra um reynslu þeirra og muninn á að aka á rafbíl og bíl með brunavél í atvinnuskyni.

Þessir bílstjórar eru: Steindór Björnsson sem ekur Audi e-tron, Atli Sævar Grétarsson á Skoda Enyaq, Guðmundur Gíslason á ID.4 og Þröstur Sigurðsson á Tesla Model Y.

Eru menn straum-stressaðir?

Við spurðum þá fyrst út í hleðslukvíðann. „Það er eitthvað sem við erum löngu hættir að spá í,“ sagði Steindór. „Það var kannski aðeins fyrst en slíkur kvíði er algjörlega óþarfur.“

Sama fyrir okkur og aðra

Það kemur ef til vill ekki á óvart að það eru engar sérstakar ívilnanir fyrir atvinnubílstjóra umfram einstaklinga við kaup og rekstur á rafbíl.

Það er kannski álitamál ef litið er á mikilvægi þess að orkuskiptin gangi hratt fyrir sig og upp safnist reynsla og þekking hjá þeim sem aka mest.

Of slök innviðauppbygging

Hins vegar voru menn sammála um að takturinn í orkuskiptagöngunni væri ekki alveg nógu hljómfagur. Allt að fyllast af rafbílum en innviðirnir ráða ekki við það.

Pínu íslenskt kannski. Þeir sem standa sig í þessu er útlenskt einkafyrirtæki sem lætur reyndar ekki deigan síga og útvegar orku í gegnum eigin stöðvar. Að sjálfsögðu erum við hér að tala um Tesla.

Lamasess á Suðurnesjum

Allir voru sammála um að innviðir væru í algjöru lamasessi á Suðurnesjum. Þar koma flestir túristar til landsins sem ýmist ferðast með langferða-, bílaleigu-, eða leigubílum.

Á Fitjum er ein stöð frá Orku náttúrunnar sem skiptir með sér 50kWst. á milli tveggja til þriggja ökutækja.

Við flugstöð Leifs Eiríkssonar er ein hleðslustöð staðsett inni á komubílastæðinu og reyndar var hún biluð mestallt árið í fyrra.

Þar er rafmagnið frítt í hálftíma hleðsluholli en þú greiðir 500 kr. til að komast út af stæðinu. Engin hleðslulausn er fyrir leigubíla á stæðinu við flugstöðina en Isavia rukkar leigubílstjóra um hundruð þúsunda á mánuði í aðstöðugjald svo hægt sé að veita farþegum þjónustu.

Reyndar er gnótt hleðslustöðva á flugstöðvarsvæðinu en þær eru hugsaðar fyrir aðra en almenning.

Einokunarsvipan

Hitt er svo annað en það er orkusölufyrirtækið á Suðurnesjum, HS Veitur. Þeir búa svo vel að varla sést í byggingu fyrirtækisins fyrir hátækni hleðslustöðvum sem lokaðar eru öðrum en þeirra eigin bílum – jafnvel eftir lokun, bjóða þeir ekki rafmagn til sölu fyrir rafbílaeigendur í hópi viðskiptavina fyrirtækisins. Þeir vilja selja neytendum rafmagn – bara ekki þarna úr þessum hleðslustöðvum, þær eru bara til skrauts greinilega.

Ótrúlegur heimóttarskapur hjá þessu fyrirtæki – en varla við öðru að búast þar sem fákeppni er við lýði.

Það er ekki mikið um hleðslustöðvar í miðborg Reykjavíkur ennþá, sögðu atvinnubílstjórarnir. Það er ein niðri á Fríkirkjuvegi sem hægt er að komast í ef bíl hefur ekki verið lagt í stæðið. En þetta er í hægri þróun.

Förum ekki aftur í bensín eða dísel sullið

Við ætlum ekki í bensín eða dísel aftur. Það kemur ekki til greina. Það er það mikill munur á rekstrarkostnaði að það bara er ekki inní myndinni.

Við erum að tala um tugi þúsunda króna á viku í sparnað á eldsneyti. Þetta lækkar kostnað vegna biðar þ.e. meðan bíllinn er ekki að vinna.

Dekkin skipta miklu

„Ég fékk mér toppgóð nagladekk og það dugar mér. Þarf ekki fjórhjóladrif,“ segir Guðmundur Gíslason sem ekur á ID.4. „Ég vil ekki missa beygjuradíusinn,“ segir Guðmundur.  

Aðrir í hópnum eru allir á fjórhjóladrifnum bílum sem segja að slíkur búnaður geti skipt sköpum á slæmum dögum í höfuðborginni.

„Hins vegar eru þessir bílar þyngri og maður þarf að passa sig þegar ekið er í gegnum skafla og þæfing að ekkert óvænt sé þar undir því þá er voðinn náttúrulega vís,“ segir Þröstur Sigurðsson á Tesla Model Y. „Ég er ekki að fara á Teslunni það sem ég fór áður á Volvo XC70 Cross Country.

En ég kemst samt alveg, bara á annan hátt. Rafhlaðan er viðkvæm, það er bara þannig.“

Steindór, sem ekur á Audi e-tron segir ótrúlega þægilegt að geta hækkað bílinn upp og ekið þannig í gegnum skorninga á veturna. „Audi-inn er á loftpúðum [fjöðrun] og hægt að hækka bílinn þannig að ég keyri bara yfir ófærðina.“

Farþegarnir sáttir

„Það er vitundarvakning meðal farþega að ferðast með rafbílum. Við fáum talsvert margar spurningar frá farþegum okkar um bílana, tæknina og hvernig það er að aka rafbíl í leigubílaakstri,“ segja strákarnir á Hreyfli að lokum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við leigubílstjórana hér fyrir neðan ( um 25 mínútur).

Fyrri grein

Allt getur gerst á Egilsstöðum

Næsta grein

Af hverju er hönnun lógóa orðin flöt?

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Herramaður skreppur á rúntinn í Rúmeníu

Herramaður skreppur á rúntinn í Rúmeníu

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.