ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og bílarnir komnir í sýningarsal ÍSBAND Þverholti 6 Mosfellsbæ. Hægt er að tryggja sér bíl á sérstöku forsöluverði fyrir áramót.
Leapmotor hefur frá stofnun árið 2015 vaxið hratt á alþjóðlegum rafbílamarkaði og er í dag þekkt fyrir að bjóða upp á gæðabíla á einstöku verði. Á innan við ári hefur Leapmotor margfaldað sölu sína um 129%. Í dag eru þeir söluhæsti nýi rafbílaframleiðandi í heimalandi sínu og hafa tekið toppsætið af Xpeng.
Árið 2023 hófu Stellantis og Leapmotor samstarf sem miðar að því að kynna merkið á heimsvísu. Ísland er nú meðal þeirra markaða sem njóta góðs af því samstarfi.
„Við hjá ÍSBAND erum hæstánægð með að Stellantis hafi valið okkur til að markaðssetja Leapmotor á Íslandi. Þetta er alveg einstakt tækifæri,“ er haft eftir Pétri Kristjáni Þorgrímssyni, forstjóra ÍSBAND.
ÍSBAND er nú þegar umboðs- og dreifingaraðili þekktra vörumerkja á borð við Jeep, RAM, Fiat, Fiat Professional, Alfa Romeo, Dodge og Chrysler. Með tilkomu Leapmotor eykst fjölbreytni í vöruframboði félagsins og viðskiptavinum býðst enn meira úrval rabíla á hagstæðu verði.
„Viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að fórna gæðum fyrir verð, þeir eiga að geta fengið gæðabíla á góðu verði. Leapmotor eru einmitt þannig bílar,“ bætir hann við að lokum.
Fjórir spennandi rafbílar frá Leapmotor: T03, B10, C10 og C10 REEV.
Leapmotor T03

Leapmotor T03 er nettur og lipur borgarbíll, mjög vel útbúinn og verður ódýrasti rafbíllinn á Íslandi. Forsöluverðið er 2.990.000 kr. með rafbílastyrk. T03 er búinn 37,3 kWh rafhlöðu með allt að 265 km drægni sv WLTP.
Leapmotor B10

Leapmotor B10 er rúmgóður jepplingur og fæst í tveimur útgáfum. Bíllinn er mjög vel útbúinn og ódýrasti valkosturinn í sínum stærðarflokki, fáanlegur á forsöluverði frá 3.990.000 kr. með rafbílastyrk.
Leapmotor C10

Leapmotor C10 er rúmgóður jeppi sem fæst einnig fjórhjóladrifinn. C10 sker sig úr með einstaklega ríkulegum staðalbúnaði og miklu innanrými. Verð á C10 er frá 4.990.000 kr. með rafbílastyrk. C10 fjórhjóladrifinn með öllu kostar 5.990.000 kr. með rafbílastyrk.
Leapmotor C10 REEV

Ný tækni á íslenskum markaði. C10 REEV („Range-Extended Electric Vehicle“). REEV-útgáfan býður upp á allt að 970 km samanlagða drægni, þar af 145 km WLTP drægni eingöngu á rafmagni. Bíllinn gengur fyrir rafmagni en er einnig búinn bensínrafal sem hleður rafhlöðuna. Þannig þurfa ökumenn aldrei að hafa áhyggjur af næstu hleðslu heldur geta þeir einfaldlega ekið að næstu bensínstöð. C10 REEV kostar í forsölu 5.990.000 kr.
(fréttatilkynning frá Ísband)