Lada Niva, einn af elstu bílum heims, fær uppfærslu með árgerð 2020
-hefur verið í stöðugri framleiðslu síðan 1977
Flestir hér á landi þekkja Lada Sport, eða Lada Niva eins og bíllinn heitir á öðrum mörkuðum, Þessi bíll á rætur að rekja til ársins 1977 og hefur verið í stöðugri framleiðslu síðan og það fær nú fjölda uppfærslna í árgerð 2020. Bíllinn hefur hin síðari ár verið framleiddur undir því einfalda nafni 4×4.

Meiri þægindi og aukið öryggi
Lada, sem situr við hliðina á Mitsubishi undir Renault-Nissan regnhlífinni, skýrði frá því að uppfærsla 4×4 væri fyrst og fremst gerð í nafni þæginda og öryggis.
Þessi litli jeppi sem á sinn grunn í árunum eftir kalda stríðið fær nýtt útlit á mælaborði með öflugra loftslagsstjórnunarkerfi, 12 volta innstungur í miðjustokknum og endurhannað mælaborð sem fær lítinn LCD skjá sem sýnir gögn sem koma frá vélartölvunni.
Hugtakið „upplýsinga- og afþreytingarkerfi“ hefur ekki enn náð inn í orðabókina hjá 4×4 ennþá.
2020 gerðin býður farþegunum að framan þægilegri sætum búin með það sem Lada lýsir sem „áreiðanlegri fellibúnaði,“ auk höfuðpúða á aftursætisbekknum. Það eru líka bollahöldur að framan, ný sólskyggni, bjartari kortaljós, neyðarviðbragðskerfi tengt við loftpúða hjá ökumanni, svo og betri hljóðeinangrun til að gera farþegarýmið hljóðlátara.
Samt að mestu óbreyttur
Það er um það; restin af 4×4 er að mestu óbreytt.
Kaupendur geta enn valið venjulega gerðina, sem er með stuðurum úr málmi, eða sléttara útlit sem heitir Urban sem fær samlita stuðara sem eru snyrtilega samþættir yfirbyggingunni.
Stílfræðingar gáfu framhliðinni smávægilega uppfærslu fyrir nokkrum árum og Lada skom með ný lóðrétt afturljós í stað láréttu afturljósanna árið 1993 til að stækka opið fyrir afurhlerann, en það er umfang helstu sjónrænna breytinga sem gerðin hefur fengið frá upphafinu, þegar framleiðendurnir báðu verkfræðinga um að búa til Renault 5 á undirvagni Land Rover.
Engar breytingará vélbúnaði
2020 árgerðin mun ekki koma með neinar vélrænar breytingar. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir heldur 4×4 áfram með reyndu 1,7 lítra, fjögurra strokka bensínvélina sendir 83 hestöfl og 133 Nm tog til fjögurra hjólanna með fimm gíra handskiptingu. Það er eina vélin sem til er.
Ef þig langar til að dekra við þig, þá er listinn yfir valkosti með aukagjaldi með loftkælingu og upphituðum framsætum.
Lada mun birta viðbótarupplýsingar eins og hvenær áætlað er að uppfærður 4×4 nái til sýningarsala og hversu mikið það muni kosta á næstu vikum.
Það sem er víst er að sögusagnirnar um að 4×4 myndu ekki lifa til að sjá lok áratugarins væru fullkomlega rangar.
Til að bæta við samhengi byrjar 4×4 nú á um 11.990 evrum (um 1.649.500 kr) í Þýskalandi, sem er eina Vestur-Evrópuríkið þar sem bíllinn er enn seldur. Bíllinn nýtur lítils en afar tryggs fylgis meðal veiðimanna, torfæruökumanna og ævintýramanna sem vilja spara sína peninga – um tíma bauð Lada meira að segja fyrir sér veiðimannsgerð með tvö sæti, milliþili og haglabyssufestingum. Bíllinn er enn seldur víða í Austur-Evrópu og hann er enn ótrúlega vinsæll bíll í Rússlandi vegna merkilegra torfærueiginleika sinna.



