Miðvikudagur, 15. október, 2025 @ 3:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Kynslóðaskipti með nýjum BMW X3 Plug-in Hybrid

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
24/01/2025
Flokkar: Fréttatilkynning
Lestími: 3 mín.
294 3
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr og endurhannaður BMW X3 Plug-in Hybrid verður kynntur í sýningarsal BMW við Sævarhöfða laugardaginn 25. janúar milli kl. 12 og 16.

Þessi nýja gerð fjórhjóladrifnu tengiltvinnútgáfunnar er byggð á nýjum undirvagni, bíllinn stærri en fráfarandi gerð, hærri undir lægsta punkt og fer nú allt að 90 km á rafhlöðunni við bestu aðstæður.

Afgerandi útlit

Meðal helsu annarra breytinga má nefna að bensínvélin hefur verið uppfærð og ásamt rafmótornum er nýr X3 tæplega 300 hestöfl og 6,2 sek. úr kyrrastöðu í 100 km/klst.

Þá er ytra útlit bílsins talsvert breytt, þar sem endurhannað nýrnagrillið með innbyggðum útlínuljósum og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum, fanga athyglina.

Að auki hafa hliðar breyst með nýrri ásýnd, m.a. innfelldum húnum auk þess sem rafdrifni afturhlerinn og ljósin þar hafa fengið nýja hönnun svo nokkuð sé nefnt.

Endurhannað innra rými

Farþegarýmið í nýjum X3 hefur einnig tekið stakkaskiptum hvert sem litið er.

Sætin eru ný og framleidd úr vönduðum endurnýtanlegum efnum, stjórn gírskiptingar og annarra aðgerða á láréttum miðjustokkinum hafa fengið nýja hönnun og kominn er einn tæplega 15“ samfelldur skjár fyrir mælaborð, afþreyingu og stjórn margvíslegra annarra aðgerða er varða bílinn.

Einnig hefur fótarými og geymslurými verið aukið í bílnum ásamt valmöguleikum fyrir mismunandi lýsingu í farþegarýminu.

Snjöll tækni léttir lífið

Snjalltæknin hefur sömuleiðis verið aukin verulega í nýjum X3. Þannig skilur nú stjórntölvan mun fleiri raddskipanir en áður, afþreyingarmöguleikar hafa verið auknir með meira innbyggðu gagnamagni sem veitir aðgang að úrvali appa fyrir streymisveitur, m.a. með bíómyndum.

Með BMW símaappinu, sem er beintengt við bílinn, má einnig athuga ástand bílsins, svo sem vélarolíunnar og fleiri þætti, panta þjónustuskoðun og fleira.

30e og 30e M-Sport

BMW X3 Plug-in Hybrid er í boði í tveimur útbúnaðargerðum; 30e og 30e M-Sport og er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um búnað og verð bílgerðanna á vefsíðunni bl.is/nyir-bilar/BMW/X3.

Fyrri grein

Vetrarhátíð Heklu

Næsta grein

Musso snýr aftur eftir 20 ára fjarveru

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

Höf: Pétur R. Pétursson
09/10/2025
0

Laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 og hjá umboðsaðilum Kia um land allt. Reykjavík, október...

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

Höf: Pétur R. Pétursson
25/09/2025
0

Laugardaginn 27. september kl. 12-16 í sýningarsal XPENG að Vínlandsleið 6-8 Reykjavík, september 2025 – XPENG, eitt hraðast vaxandi rafbílamerki...

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Höf: Jóhannes Reykdal
19/09/2025
0

Mitsubishi Motors Europe frumsýndi í gær, 17. september, nýjan Eclipse Cross, 100% rafmagnsjeppling fyrir Evrópumarkað. Bíllinn er í flokknum C-SUV...

Næsta grein
Musso snýr aftur eftir 20 ára fjarveru

Musso snýr aftur eftir 20 ára fjarveru

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

2026 Polestar 3 fær 800 volta hleðslu, meira afl og stórar tækniuppfærslur

14/10/2025
Bílaframleiðsla

Honda CR-V er 30 ára gamall

13/10/2025
Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.