Kveikjum afturljósin!

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Kveikjum afturljósin!

Enn í dag eru allt of margir trassar í umferðinni sem kveikja ekki afturljósin á bílnum sínum!

Þessa dagana erum við að sigla inn í erfiðasta tíma ársins í umferðinni. Myrkrið kemur fyrr á hverjum degi og á næstu vikum má búast við umhleypingum og slæmu skyggni, og þá ríður á að allir sjáist vel í umferðinni.

Gangandi vegfarendur er hvattir til að bera endurskinsmerki og klæðast helst ekki dökkum einlitum fatnaði, en margir ökumenn aka enn á dökklituðum bílum án afturljósa.

Stillum ljósarofann rétt!!

En það er einfalt að leysa þetta! Stillum ljósarofann rétt, ekki stilla hann bara á sjálfvirka stillingu (Auto) heldur í þá stillingu að ljósin ÖLL kvikni þegar bíllinn er gangsettur – eins og sést hægra megin á myndinni hér að ofan!

Fleira um ljósabúnað: 

Nokkur orð um LED ljós eða ljósdíóður

Veturinn bankar senn upp á! Er bíllinn í standi?

Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn – þriðji kafli: ljósin

Svipaðar greinar