Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 10:58
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Kraftaverka-Trabant frá Íslandi

Malín Brand Höf: Malín Brand
10/11/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
280 9
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það var kannski algengara hér á árum áður að Íslendingar sem ferðuðust um Evrópu létu flytja bílana sína utan til að hafa farartæki á ferðalaginu. Man ég alla vega að afi minn og amma í föðurætt fóru víða og óku nú bara um álfuna á sinni Lödu Sport!

Listamaðurinn Gestur Þorgrímsson (f. 1920, d. 2003) og fjölskylda voru á meðal þeirra Íslendinga sem ferðuðust nokkuð, einkum um Norðurlöndin, og var þá bíllinn með í för. Gestur átti m.a. Trabant og Wartburg og voru bílarnir notaðir á ferðunum erlendis til að flytja fólk og listaverk. Já, jafnvel heilu sýningarnar!

Í fannfergi og hálku á sumardekkjum

Fyrsta Trabantinn eignaðist Gestur árið 1964, eins og fram kemur í þessari auglýsingu sem birtist í Tímanum árið 1976:

Í stuttu viðtali sem birtist einnig í Tímanum, nokkrum árum síðar eða 1982, sagði Gestur skemmtilega sögu af einni ferð þeirra hjóna, hans og Sigríðar Guðjónsdóttur myndlistarkonu, þegar þau óku með sýningu frá Kaupmannahöfn til Þrándheims í Noregi á Trabant.

Gefum Gesti nú „orðið“, og leyfum frásögn hans að birtast hér með sömu orðum og hún birtist  lesendum Tímans þann 29. júlí 1982:

„Það var 5. Trabantinn okkar. Þetta var um páskaleytið. Við ókum frá Helsingborg í Svíþjóð í hálku og fannfergi en vorum samt á sumardekkjum. Í Skandinavíu skipta menn ekki yfir á vetrardekk,“ sagði Gestur, en staðreyndin var sú að þarna hafði snjóað mun meira en alla jafna á svæðinu og voru ökumenn því varaðir við að fara þessa leið sem þau hjónin voru á.

„30 slys urðu þarna á smákafla leiðarinnar samkvæmt útvarpsfréttunum en við fundum ekki fyrir neinu á Trabantinum. Ferðin tók 4 daga hvora leið,“ sagði listamaðurinn, sem ef til vill var lunkinn bílstjóri.

Trabant alveg óþekkt tegund í Noregi

Ekki var það nú svo að þau hjónin brunuðu um án þess að farkostur þeirra vekti athygli annarra vegfarenda.

Nei, eftir bílnum var tekið!

„Norðmenn þekktu Trabant ekki mikið og vakti bíllinn feikna athygli. Fannst þeim sérstaklega merkilegt hvað ég kom miklu í hann og var auk þess með stóra toppgrind. Einn spurði hvort plastið myndi bráðna í sólinni,“ greindi Gestur frá og af frásögninni má ráða að Gestur Þorgrímsson hafi verið skemmtilegur sögumaður.

Kraftaverk Trabantsins

Dag einn kom maður nokkur að máli við þau hjónin og var hann afar niðurlútur.  „Sagðist hann hafa ekið á Trabantinn okkar í stæðinu.

Var bíllinn að hans sögn mjög dældaður og sýnilega óökufær.

Í Noregi eru engin verkstæði fyrir Trabant og málið því alvarlegt. Þegar ég og þessi maður fórum að athuga skemmdirnar bendir maðurinn á brettið og ætlaði að segja eitthvað en kom ekki upp orði af undrun.

Svo leit hann á mig og sagði „annaðhvort er þetta annar bíll eða þetta er kraftaverk. Bíllinn er ekki beyglaður lengur“.

Ég bara hló og útskýrði þetta fyrir honum því þetta var ekki í fyrsta skipti sem plastið í Trabantinum small út aftur eftir ákeyrslu. Wartburginn minn er þýður og rúmgóður og ég er hæstánægður með hann en hann lagar sig ekki sjálfur eins og Trabantinn,“ sagði Gestur Þorgrímsson listamaður árið 1982.

Fyrri grein

Manstu þegar stelpur kysstu bíl?

Næsta grein

Trabant – kom, sá og sigraði

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Trabant – kom, sá og sigraði

Trabant - kom, sá og sigraði

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.