Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

222
DEILINGAR
2k
SMELLIR

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að blanda saman flottu útliti, ríkulegum búnaði og verði sem setur pressu á þekkta lúxusbíla í sama stærðarflokki.

Þó svo að hann sé byggður á sama tæknipalli og Renault Austral – sem setur hann formlega í flokk með bílum á borð við Hyundai Tucson og Volkswagen Tiguan – þá er Rafale að fá allt aðra eftirtekt í erlendum bílamiðlum. Þar er hann fremur ræddur sem ódýrari valkostur við eftirtalda keppinauta:

  • BMW X2 – Rafale býður meira pláss og búnað.
  • BMW X4 – Sumir segja að hann sé meira samanburðarhæfur við BMW X4
  • Mercedes GLC Coupé – Rafale kemur með sambærilegan þægindabúnað án þess að rukka „merkjagjald“.

Verðið – alvarleg áskorun fyrir þýsku lúxusmerkin

Grunnverð á Íslandi: 8.290.000 kr.

Sýningarbíll í Esprit Alpine útfærslu: 8.860.000 kr. (með aukabúnaði)

Á meðan BMW X4 og Mercedes GLC Coupé kosta allt frá 13 til 18 milljónir, þá spyrja margir sig einfaldlega: Af hverju að borga tvöfalt meira fyrir svipað rými og afköst?

Búnaðurinn – nánast „einn með öllu“ beint úr kassanum

Í Esprit Alpine útgáfunni er flest allt komið inn sem staðalbúnaður:

  • 20″ álfelgur
  • Rafstillanleg Alcantara sportsæti með hita
  • LED aðalljós og dagljós
  • 360° myndavélakerfi að framan og aftan og radarkerfi
  • 12″ OpenR snertiskjár með Google innbyggðu
  • Apple CarPlay og Android Auto
  • Lykillaust aðgengi, blindhornaskynjun og neyðarhemlunarviðvörun

Aukabúnaður er einfaldur og skýr

  • Panorama glerþak: +260.000 kr.
  • Harman Kardon hljóðkerfi: +180.000 kr.
  • Blue Alpine litur: +130.000 kr.

Aflið er flott

  • Vél: 1.2L bensín + rafmótor (Plug-In Hybrid)
  • Heildarafl: 300 hö
  • Tog: 230 Nm
  • Dráttargeta: 1.500 kg

Rennið í BL til að skoða

Renault Rafale er bíll sem lætur ekki merkið á grillinu ákveða hvað hann má kosta. Hann kemur inn á markaðinn sem alvöru valkostur við þýska lúxus coupe-krossover, en án öfga í verði. Hann er stílhreinn, vel búinn og raunhæfur í daglegum rekstri.

Þeir sem eru að spá í BMW X2, X4 eða Mercedes GLC Coupé – ættu að kíkja í BL áður en þeir klára pöntunina. Það gæti sparað þeim 5 til 8 milljónir.

Myndir: Pétur R. Pétursson

Svipaðar greinar