Kia mun kynna fimm nýjar gerðir í Los Angeles þann 21. nóvember

143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Kia hefur tilkynnt að það muni frumsýna fimm nýja bíla á Los Angeles bílasýningunni 2024 síðar í þessum mánuði.

Kia hefur ekki gefið út neinar stórar upplýsingar um hvað við munum sjá, fyrir utan þessa einu kynningarmynd og segir að „að á sýningunni verði frumsýndar gerðir með hefðbundinni brunavél, þarna verði einnig sýnd gerð með „hybrid“ rafmagni (HEV), tengitvinn rafbíl (PHEV) og hefðbundinn rafbíl frá Kia.

„Með fimm farartæki til afhjúpunar á bílasýningunni í Los Angeles í næstu viku, viljum við að það komi mjög skýrt fram að Kia keyrir áfram á öllum vígstöðvum,“ sagði Steven Center, aðalstjórnandi hjá Kia America. „Við ætlum að draga fram nokkra af mikilvægustu þáttunum í verðlaunasafninu okkar og við teljum að viðskiptavinir okkar muni vera ánægðir með það sem er að koma í sýningarsal okkar í mjög náinni framtíð.

Kia mun sýna bílana fimm þann 21. nóvember klukkan 9:45 PST í Los Angeles eða 17:45 að okkar tíma.

(frétt á vef Torque Report)

Svipaðar greinar