Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Kia kemur með framleiðslu til Evrópu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
02/11/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Kia kemur með framleiðslu til Evrópu

Kia mun hefja smíði rafbíla í Evrópu strax árið 2025 sem hluti af nýlega útvíkkaðri stefnu á sviði rafbíla

MÍLANÓ – Kia mun auka úrval sitt af rafknúnum gerðum með litlum „crossover“ sem á að koma á markað árið 2024 sem og lítinn hlaðbak strax árið 2025 sem yrði fyrsti rafbíll suður-kóreska vörumerkisins sem settur er saman í Evrópu.

Bílarnir tveir voru opinberaðir sem hluti af endurskoðaðri 2030 rafbíla-stefnu Kia, þar sem fyrritækið mun setja á markað að minnsta kosti tvo full rafknúna bíla á ári frá og með 2023, sögðu stjórnendur Kia Ítalíu á viðburði hér í síðustu viku.

Alþjóðlegur forstjóri Kia, Ho Sung Song, tilkynnti um nýja áætlun í mars á fjárfestadegi fyrirtækisins. Árið 2027 mun Kia vera með 14 rafbíla á heimsvísu.

Sem stendur selur Kia þrjár gerðir í Evrópu: Soul og Niro og EV6 millistærðar crossover.

Kia EV9 hugmyndabíllinn hér á myndinni – forsýnir framleiðslugerð sem kemur á markað á seinni hluta ársins 2023.

Fyrri rafbílaáætlun vörumerkisins gerði ráð fyrir 11 gerðum fyrir árið 2026. Samkvæmt útvíkkuðu áætluninni mun Kia bæta við tveimur rafdrifnum pallbílum, þar á meðal einum fyrir nýja markaði.

Þetta eru nokkrir af lykilþáttum endurskoðaðrar áætlunar:

  • 2023: Stóri EV9 jeppinn verður settur á markað seinni hluta ársins. Hann hefur þegar verið sýndur í hugmyndaformi. EV9 verður seldur í Evrópu og verður með 100 kílóvatta rafhlöðupakka með meira en 540 km drægni;
  • 2024: Ónefndur lítill crossover;
  • 2025: Crossover á stærð við Minicar, hugsanlega framleiddur á Indlandi. Á fjárfestaviðburðinum í mars sagði Kia að Indland myndi verða framleiðslustöð fyrir rafbíla „í kringum 2025“ fyrir „A+ til C hluta“ (smábíla til minni fólksbíla). Árið 2025 verður einnig settur á markað stærri, 4,6 metra langur jeppi;
  • Um 2025: Hlaðbakur í lítilli stærð, settur saman í Evrópu. Bíllinn yrði 4,4 metra langur svipaður núverandi Ceed hlaðbakur sem er smíðaður í Zilina verksmiðjunni í Slóvakíu. Ceed og afbrigði hans (ProCeed og XCeed) eru fáanlegir sem tengitvinnbílar;
  • Árið 2027: Miðlungsstór „fastback“;
  • Ótilgreind dagsetning: Stefnt er að því að kynna til sögunnar tvo „pallbíla/atvinnubíla“.

Giuseppe Bitti, rekstrarstjóri Kia Italy, sagði á viðburðinum í Mílanó að áætlunin væri enn háð endanlegu samþykki og að „dagsetningar gætu verið mismunandi” eftir markaðsaðstæðum.

Kia EV6 millistærðar crossover, sem er byggður á E-GMP rafknúnum grunni Hyundai Group, hefur selst í 22.267 eintökum fram til september í Evrópu.

1,2 milljónir rafbíla árið 2030

Samkvæmt áætluninni 2030 til rafvæðingar sem kynnt var í mars, stefnir Kia að því að auka árssölu allra tegunda í 4 milljónir árið 2030 úr 3,15 milljónum árið 2022. Sala á rafknúnum bílum ætti að vaxa í 1,2 milljónir fyrir þann tíma, úr 160.000 árið 2022 og 807.000 árið 2026. Tengitvinnbílar myndu standa undir 800.000 eintaka sölu árið 2030.

Gert er ráð fyrir að sala á rafbílum Kia í Evrópu muni aukast úr 65.000 árið 2022 í 309.000 árið 2026 og 400.000 árið 2030. Hlutur rafbíla í Evrópu mun vaxa úr 13 prósentum árið 2021 í 51 prósent árið 2026 og 63 prósent 2030. Evrópusambandið kveðið á um að einungis megi selja núlllosunarlausa bíla í sambandinu eftir 2035.

Samkvæmt áætluninni mun framleiðsla á rafknúnum gerðum hefjast í Kína á næsta ári, í Bandaríkjunum árið 2024 og í Evrópu og Indlandi árið 2025.

Í Evrópu verða litlir og meðalstórir rafbílar framleiddir frá og með árinu 2025. Í Bandaríkjunum, þar sem milistærðarjeppar og pallbílar eru vinsælir, verða rafknúnar útgáfur af þessum gerðum framleiddar frá og með árinu 2024. Í Kína ætlar Kia að kynna rafbíla í millistærð árið 2023 og grunngerðir og meðalstórir rafbílar verða smíðaðar á Indlandi frá og með 2025.

Kia hefur náð næst mestu markaðshlutdeild í Evrópu síðan 2017 og er aðeins á eftir Toyota með aukningu um tvö prósentustig upp í 5 prósenta hlutdeild. Kia og systkinamerkið Hyundai hafa staðið sig betur en keppinautar við að tryggja sér hálfleiðara og aðra íhluti, sögðu sérfræðingar, og rafbílaframboð þeirra hefur verið afar samkeppnishæft.

Niro var númer 5 í sölu rafbíla í Evrópu til september, með 30.768 selda bíla (-10 prósent frá 2021), samkvæmt Dataforce; EV6, sem er byggður á E-GMP rafknúnum grunni Hyundai Group, hefur gengið vel með 22.267 selda bíla fram í september eftir að hann kom á markað í lok árs 2021.

(frétt á vef Automotive News Europe)

Fyrri grein

Geggjaður Buick Riviera GS Hardtop

Næsta grein

Bílalíkkistur: „Ertu klár í síðasta bíltúrinn?“

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Bílalíkkistur: „Ertu klár í síðasta bíltúrinn?“

Bílalíkkistur: „Ertu klár í síðasta bíltúrinn?“

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.