Rafknúnir fólksbílar eru miklu sjaldgæfari en sportjeppar, jepplingar eða hvað við viljum kalla þá, en þeir einu tveir sem virkilega geta kallast fólksbílar eru Hyundai Ioniq 6 og Tesla Model 3. Nú er Kia að koma með nýjan fólksbíl í EV seríunni sem fær númerið 4.

EV4 fólksbíllinn er byggður á sama E-GMP palli og EV6 og EV3. Kia hefur áform um að koma með hlaðbaksútgáfu af EV4, en hún verður vonandi í boði í Evrópu. Að utan er stíll hans á pari við EV3 og hefur jafnvel sömu stílmerki og restin af endurnýjuðu úrvali Kia.
Innrétting er nokkuð svipuð og í hinum nýja EV3 með 12,3 tommu stafrænum mæliklasa og 12,3 tommu snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið. Þá er 5.3 tommu skjár sem situr í miðjunni fyrir stýringu loftræstingar í bílnum.
Ein stór breyting er að EV4 er með 400 volta arkitektúr, samanborið við 800 volta kerfi EV6. Þetta þýðir að hann mun hlaða aðeins hægar, þar sem hann þarf 31 mínútu til að hlaða 81.4 kWh rafhlöðuna frá 10-80 % í DC hraðhleðslu.
Minni 58,3 kWh rafhlaða verður fáanleg. EV4 verður aðeins boðinn með einum mótor að framan sem skilar 201 hestafli, sem kemur honum upp í 100 km/klst. á 7,7 sekúndum með stærri rafhlöðunni.

Byggt á WLTP hringrás Evrópu hefur EV4 fólksbíllinn allt að 390 mílna akstursdrægni, sem verður aðeins lægra í Bandaríkjunum þegar EPA gefur út einkunn sína. Áætlað er að framleiðsla hefjist í Suður-Kóreu í mars, en bandarísku útgáfurnar munu fara síðar á árinu í framleiðslu.
Skv. WLTP staðlinum á bíllin að komast um 630 kílómetra á hleðslunni. Vonandi bætist þessi flotti bíll fjótlega í rafbílaflóruna hér á Íslandi.

Uppruni: Torque report.