Að smíða sér kerru er ekkert grín. Þó getur útkoman orðið sprenghlægileg! Dæmi eru um að fólk hafi ætlað sér að smíða kerru til að fylla af rusli og fara nokkrar ferðir á haugana en einhvern veginn endað á því að smíða hús á hjólum.
Í þessari skoðunarferð um kerruheima er best að láta reglugerðir lönd og leið því það má nú skoða myndirnar án þess að heimfæra sumar þeirra hugmynda sem þar sjást upp á íslenskan veruleika.

Nei, ekki eru allir aftanívagnarnir líklegir til að rúlla í gegnum bifreiðaskoðun hér á landi.
Sumt svipað því sem hér sést á myndum er þó til á Íslandi og varð einn slíkur aftanívagn, eða kerra, á „vegi mínum“ um daginn (nei, ekki í umferðinni – sjá mynd):

Rifjuðust upp ótal bráðfyndnar kerrur sem eru eða voru til en kannski færri myndir til af þeim, aðrar en þær sem vistaðar eru í kolli manns sjálfs.

Hefst nú kerrusýningin:


Fínustu bílar hafa orðið fyrir helmingunaráhrifum og virka í sumum tilvikum eins og hirðfífl fyrir aftan fína bílinn.



Sumt af þessu er auðvitað grátbroslegt á sinn hátt.




Maður nokkur varð sér úti um gamlan VC10 þotumótor og gerði úr honum mikið fyrirbæri sem lesa má um hér en verkið tók um 1000 klukkustundir og lítur svona út:

Og bara til að hafa samhengið og hlutföllin rétt:


Sumt minnir óneitanlega á lestarvagna eða sirkusfyrirbæri.

Bjöllur virðast mjög vinsælar hjá framkvæmdaglöðum:













Þá er nú komið meira en nóg af hugmyndum sem hættu að vera hugmyndir. Er ekki best að hætta áður en fólk fær einhverjar enn verri hugmyndir? Jú, en fyrst þetta!

Og þessi en svo ekki meira af kerrum í bili! Takk!

Fleira um í svipuðum dúr:
Stórkostlegir bílskúrar
Mögnuðustu bílastæði veraldar
Húsbíll með bílskúr og auðvitað bíl
Bíll en enginn bílskúr? Nokkrar lausnir
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.



