Jim Ratcliffe ætlar að smíða “arftaka Land Rover Defender” í Wales
Auðmaðurinn Jim Radcliffe, ríkasti maður Bretlands og sem keypt hefur fjölmargar jarðir á Norðausturlandi til að vernda íslenska laxastofninn er komin á fullt í bílaiðnaðinum og hyggst framleiða „alvöru arftaka“ Land Rover Defender-jeppans. Bíllinn sem kallast Grenadier eða „fótgönguliðinn“ verður settur saman í verksmiðjum Ineos í Bridgend í Wales, nálægt Ford vélarverksmiðju sem búið er að tilkynna að verði lokað 2020. Radcliffe mun stefna að því að fá iðnaðarmenn frá Ford-verksmiðjunni til starfa við smíði jeppans.

Ríkasti maður Bretlands mun þannig smíða keppinaut Land Rover Defender jeppans í Bretlandi og skapa hundruð starfa í einu þegar bílaiðnaðurinn er í samdrætti vegna minnkandi sölu og óvissu um Brexit.
Samsetningin fer fram í Wales, en smíði grindar og yfirbyggingar í Portúgal, að sögn fyrirtækisins. Bifreiðin mun fara í sölu árið 2021.
Tilkynnt viku eftir frumsýningu á nýjum Defender
Jim Ratcliffe, sem er hreinskilinn talsmaður Brexit og margmilljarða auðmaður, tilkynnir um þetta varla viku eftir að Jaguar Land Rover frumsýndi endurgerða útgáfu af hinum 70 ára gamla Defender í Frankfurt.
Framleiðslufyrirtæki Ratcliffe, Ineos hefur ekki áhyggjur af því að tolla og tollaeftirlit sem líklegt er að komi eftir að Brexit truflar framleiðsluna. Á hverjum degi fara þúsundir bíla, íhluta og véla milli Bretlands og Evrópu, þar sem margir hlutar koma að framleiðslulínum aðeins augnablikum áður en þeir eru settir í nýja bíla, sem þýðir að tafir á landamærum myndu draga úr framleiðslu.
Vélar fyrir þessa bíla Ineos, sem settir verða saman á Englandi, munu koma frá BMW-verksmiðju í Austurríki en grind og yfirbygging mun koma frá nýrri verksmiðju í Estarejja í Portúgal. Framleiðslan ætti að lokum að verða 25.000 bílar á ári,

„Þegar við verðum komnir á það stig að framleiða mun allt sem hefur gerst hafa gerst og hindrunum sem ekki eru tollamál hafa verið yfirstignar eða við munum hafa unnið okkur í kringum þær,“ sagði Tom Crotty, framkvæmdastjóri fyrirtækjamála hjá Ineos.
Ineos, sem er að grunni olíufyrirtæki, er að veðja á að Grenadier muni höfða til kjarnakaupenda Defender, sem líta á nýjan Defender sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt í þessum mánuði sem óhagkvæman og dýran.
„Við sjáum ekki nýja Defender vera í sama rými,“ sagði Mark Tennant, viðskiptastjóri hjá Ineos Automotive, í viðtali. „Það sem við erum að gera er gagnsemishyggja.“
Verksmiðjan í Bridgend mun stefna að því að taka við iðnaðarmönnum frá Ford-verksmiðjunum, þar sem starfa um 1.700 manns og er stefnt að því lokað verði í september 2020. Ineos fjárfestir 600 milljónir punda í verkefnið og reiknar með að skapa allt að 500 störf í Bridgend.
Ratcliffe vildi halda í gamla Defender
Ratcliffe hugsaði nýja bílinn eftir að það mistókst að halda upprunalega Defender á markaðnum þegar strangari reglur um losun urðu til þess að JLR hætti framleiðslu árið 2016. Ineos Automotive sagðist í mars hafa valið BMW til að framleiða bensín og dísilvélar fyrir nýja bílinn.
Dirk Heilmann, forstjóri Ineos Automotive, sagði að líklegt væri að bíllinn verði einnig boðinn með einhverri annarri drifrás á einhverjum tímapunkti, þó að hefðbundin rafmagnsbíll með rafhlöðum væri ekki mjög hagnýtur á sumum stöðum þar sem hægt væri að nota ökutækið, sem gerir efnarafal og vetni meira aðlaðandi.
Grenadier-jeppinn er nefndur eftir kranni í London þar sem Ratcliffe hefur sagt að hugmyndin að nýjum torfærubíl hafi orðið til. Gert er ráð fyrir að byrjunarverðið verði 25.000 pund (3,9 milljónir króna), þó Tennant segi aðeins að bíllinn verði á „á viðráðanlegu verði.“

Tveir þriðju hlutar sölunnar eru líklega í Evrópu og Bandaríkjunum, en afgangurinn er í Asíu, Afríku og umheiminum.
Byrjunarverð JLR á nýja Defender, sem verður framleitt í Slóvakíu, er 40.000 pund (6.2 milljónir króna). Þrátt fyrir að nýjast Defebder-jeppinn haldi mörgum hefðbundnum hönnunarþáttum og segist leiðandi í akstri utan vega, þá er hann með nútíma flækjum svo sem vali á tengitvinnbúnaði, inndraganlegt sólarþak og afþreyingar- og upplýsingakerfi.
Það gæti þýtt að Defender höfði meira til ökumanna sem fara stundum utan vega frekar en viðskiptavina sem spannar bændur, veiðiverði, landkönnuðir og hjálparstarfsmenn. Ineos telur að þeir geti miðað á þennan sess.
JLR, sem nú er í eigu Tata Motors á Indlandi, glímdi við í nokkur ár hvort fyrirtækið ætti að byggja nýjan Defender og var sannfærður að hluta til af hinni alþjóðlegu hylli bíls sem meira en 2 milljónir hafa verið smíðaðar, en um 70 prósent eru taldir vera í notkun í dag.
Jim Ratcliffe, sem er 66 ára, er fyrrverandi framkvæmdastjóri Exxon Mobil, byggði upp Ineos með því að eignast eignir frá stóru olíufélögum, sem voru ekki að skila arði og tókst að auðgast á þessum viðskiptum.
Ineos samstæðan hefur einnig dýft tánum í tísku með kaupum á mótorhjólafatamerkinu Belstaff, blandað sér í knattspyrnu með kaupum á franska liðinu Nice og Lausanne frá Sviss og í keppnishjólum með kaup á vinningsliði Tour de France Team Sky, nú Team Ineos.