Jeep Wrangler Plug-in Hybrid kemur árið 2020

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Jeep Wrangler Plug-in Hybrid kemur árið 2020

V6 vélin og íhlutir fyrir raftenginguna frá Chrysler Pacifica munu mjög líklega vera hluti af búnaði Wrangker-tengitvinnbílsins frá Jeep.
Í einum vefmiðlana er því haldið fram að rafhlöður fyrir Jeep Wrangler tengitvinnbílinn verði sömu LG Chem rafhlöður og notaðar eru í Chrysler Pacifica Hybrid

Jeep er sagt vera á fullri ferð við að framleiða rafdrifna tengitvinngerð af hinum víðfræga Wrangler og hyggst hafa hann tilbúinn í sýningarsölum árið 2020. Fyrirtækið hefur tilkynnt að lykilílhlutir fyrir tengitvinn (PHEV) Jeep verði framleiddir í Toledo-verksmiðjum Jeep í Ohio.

Toledo verkmsiðjurnar mun bera ábyrgð á rafmagns-afleiningunni fyrir Jeep Wrangler tengitvinnbílinn. Þetta er afl-áriðill (Power Inverter) og samþætt tvískipt hleðslutæki (hleðslutæki um borð og DC-DC-straumbreytir fyrir hraðhleðslu). Þetta verður búið til í verksmiðunni, prófað og síðan sent til Toledo-verksmiðjunnar þar sem Wrangler PHEV verður settur saman. Jeep segir að „Power Electronics“ einingin muni verða höfð í vörðu hólfi á milli útblásturs og drifskafts.

Jeep hefur ekki gefið margar fleiri upplýsingar um Wrangler tengitvinnbílinn, en það er hægt að álykta um útkomuna byggt á öðrum vörum í framboði frá Fiat Chrysler Autos (FCA). Sex strokka vél Wrangler, til dæmis, er nánast eins og sex strokka vélin í Chrysler Pacifica Hybrid, „Pentastar“. Sú vél er pöruð með innbyggðu rafmagnsafli í Pacifica Hybrid sem er mjög líklega næstum því nákvæmlega það sem mun birtast í Wrangler PHEV líka.

Talið er að rafhlöðurnar fyrir Jeep Wrangler tengitvinnbílinn verði sömu LG Chem rafhlöðurnar og notaðar eru í Chrysler Pacifica Hybrid

Í Pacifica tengitvinnbílnum er 3,6 lítra V6 breytt í Atkinson ferli, sem er aðferð sem nýtir brunann betur fyrir meiri skilvirkni en á kostnað afls, og parað við rafrænt breytilega gírskiptingu (EVT), tvöfalda rafmótora og 16 kWh rafhlöðupakka. Þetta fyrirkomulag skipulag lætur Pacifica fara upp í 120 km/klst, og aksursdrægni að rafmagni einu saman er um 53 km á hverri hleðslu.

Á einum vefmiðlinum er því varpað fram að möguleiki sé á því að drifhlutföll eða átak til hjóla verði lækkað til að gefa meira afl á minni hraða og þar með betri nýtingu á rafmagninu.

Í ljósi þyngri hönnunar Wrangler, má gera ráð fyrir að allt akstursvið fyrir jeppann á rafmagninu einu fyrir þá gerð yrði styttra, en það færi einnig eftir stærð rafhlöðupakkans. Jeep gæti breytt stærð pakkans, þó að það myndi þýða minni stærðarhagkvæmni fyrir Wrangler tengitvinnbílinn miðað við Pacifica með sama drifbúnaði.

Eins og er fær Chrysler rafhlöður Pacifica Hybrid frá LG Chem í Michigan. Það er líklegt að Jeep myndi gera það sama. Þessir pakkar innihalda hitastjórnun og mjög góða nýringu afles sem nemur um það bil 100 Wklst á hvert kíló.

FCA mun að öllum líkindum gefa út mun meiri upplýsingar um Jeep Wrangler tengitvinnbílinn þegar nær dregur að hann verður settur á markað árið 2020. Alls stefnir Fiat-Chrysler að því að vera með 30 rafknúna bíla fyrir árið 2022, en þessi Jeep Wrangler PHEV er einn þeirra. Umhverfisbónusinn er ágætur, en fyrir alvarlega torfærumenn ætti meira tog og líkur á meira afl til hjóla á litlum hraða að vera spennandi.

?

Svipaðar greinar