Um allan heim eru menn og konur að breyta jeppunum sínum. Helst höfum við séð slíkt í fæðingarlandi jeppans í Ameríku, en þetta er gert á fleiri stöðum eins og við ættum nú að þekkja hér á landi.
Eða eins og Jon Winding-Sørensen hjá norska bílavefnum BilNorge segir: „Það er auðvitað alveg rökrétt að ef þú nennir ekki að djassa upp jeppann þinn sjálfur, þá geturðu látið öðrum það eftir. Til dæmis ítalska fyrirtækið Militem.“

Það hefur sýnt sig í áranna rás að endurbygging á Jeep er vinsælt tómstundagaman – nokkuð sem fær margan manninn til að rýna í vörulistana. Lengi má bæta einhverju við Jeep.

„Það er líklega af því sem Jeep græðir svo vel, þessi tegund af upprunalegum hlutum og fylgihlutum og viðbætur hafa fyrsta flokks framlegð.
En það eru sennilega margir sem leggja ekki út í að breyta bílnum sjálfir, eða hafa einfaldlega ekki hugmyndaflug til að byrja, sem gera fyrirtækjum eins og Militem kleift að vera til“, segir Jon Winding-Sørensen.

Sú staðreynd að þetta er ítalskt þýðir að minnsta kosti að innréttingin hlýtur að vera flott!

Framleiðandinn gerir sitt besta til að tilgreina nákvæmlega hvað var notað í innréttinguna, með því að segja að inni séu leifar af 25 fermetrum af fyrsta flokks leðri þar sem hægt er að velja um 14 liti. Einnig fær kaupandi 1000 metra af saumaskap og 200 tíma vinnu fagfólks.
.jpg)
Bæði Renegade, Wrangler JL og Gladiator Rubicon pallbíllinn eru meðal þeirra sem er breytt ásamt Ram 1500 Laramie pallbílnum – sá sem er með 5,7 lítra V8 og 400 hestöfl.

Það er rangt að segja að það sé aðeins innréttingin sem Militem einbeitir sér að. Það eru líka eitt og annað gert til að bæta aksturseiginleikana. Það eina sem þeir halda sig frá er driflínan.

Loftfjöðrunarsett með lyftibúnaði má til dæmis fá eða setja upp hærri og sterkari Dana öxla. Stærri dekk og felgur líka.

Ekki má gleyma því að ytra byrði er líka breytt. Það er til dæmis búið að loka af hinu dæmigerða jeppagrilli, nokkuð sem ekki allir eru hrifnir af og aðlaga bretti og klæðningar.
En þetta er ekki ódýrt ef þú skreppur til þeirra – nálægt Monza á ítalíu – til að velja það sem á að gera. Fyrir Wrangler-grunn, ekki mjög ríkulega skreytta Ferox-gerð eins og það er kallað hjá Militem, þarftu að borga 94.850 evrur eða um 13,5 milljónir ISK.
Grunnverðið hjá þeim er í 51.000 evrum (um 7,3 millj. ISK). „Margt skemmtilegt sem þú gætir gert sjálfur fyrir þann pening,“ segja þeir hjá BilNorge.
(byggt á frétt á vef BilNorge)



