Jeep kynnir 2023 Jeep Renegade Upland
Jeep er að kynna nýja sérútgáfu af Renegade 2023, sem kallast Renegade Upland
Samkvæmt vef TorqueReport í Bandaríkjunum er Jeep að kynna nýja útgáfu af Jeep Renegade.
Þessi gerð Renegade Upland er byggð á Latitude útlitinu.
Í þessari nýju útfærslu er bætt við mattsvörtum lit á miðjun á vélarhlífinni, torfærubúnaði að framan og aftan, þokuljósum í beygju, sjálfvirkum framljósum, rúðuþurrkuhita, gljáandi svörtum merkingum, 17 tommu álfelgur með alhliða dekkjum, 7 tommu mælaborðsskjá, sætum með svörtu áklæði með bronsáherslum, umhverfislýsingu, Techno-leðurstýri, auk Uconnect 4 kerfisins með 8,4 tommu snertiskjá sem staðalbúnaði og leiðsögukerfi.


Jeep Renegade Upland 4×4 gerðin er með 1,3 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem er tengd við níu gíra sjálfskiptingu.
2023 Renegade er fáanlegur í sólgulu, alpínuhvítu, svörtu, Colorado Red, Slate Blue eða Sting Grey.
(frétt á vef TorqueReport)