Jaguar: I-Pace SVR gæti komið á götuna
Spennandi útgáfa af rafmagnsjeppa Jaguar er mögulegur hluti framtíðaráætlunarinnar, að sögn mannsins sem er í forsvari


Yfirmaður sérstakrar deildar hjá Jaguar („Special Vehicle Operations” – eða SVO) sem smíðar sérhæfð ökutæki hefur sagt að það sé spurning um „hvenær, ekki hvort“ fyrirtækið smíðar SVR-útgáfu af I-Pace rafknúna jeppanum.
Michael van der Sande, viðurkenndi þetta á dögunum við breska bílablaðið Autocar, þrátt fyrir að hafa einnig viðurkennt að tímalína og opinber þróunaráætlun fyrir bílinn sé ekki enn til staðar. SVO-deildin er að forgangsraða útfærslu á fleiri gerðum sem yrðu framleiddir í meira magni.
SVO-deildin þróar og smíðar þegar Jaguar I-Pace eTrophy kappakstursbíla sem styðja Formúlu E keppni rafbíla. „Þessir bílar koma allir frá stöðinni okkar í Oxford Road,“ sagði van der Sande, „og þeir hafa kennt okkur margt. Þegar veltibúrinu og keppnisbúnaði hefur verið bætt við eru þeir aðeins léttari en venjulega.
En það er rafhlaðan sem allt snýst um
„En aksturshringrás rafhlöðunnar er mjög mismunandi í kappakstri. Við höfum þegar lært mikið um rafhlöðustjórnun, hitastjórnun og hugbúnaðarþróun sem gæti nýst fyrir bíla á vegum. Þegar kallið kemur verðum við tilbúin. “
Keppnisbíllinn er ekki kraftmeiri en venjulegur I-Pace
ETrophy keppnisbíllinn framleiðir ekki meiri kraft en venjulegur I-Pace. Meginhluti breytinganna beinist í staðinn að undirvagninum. En ef græna ljósið verður gefið, þá er líklegt að SVO-deildin muni uppfæra 395 hestöfl núverandi bíls til að lækka tímann frá 0-100 km verulega úr 4,8 sek.
Van der Sande telur að framganga rafvæðingarinnar verði mikil áskorun fyrir Jaguar Land Rover næstu fimm árin. Hann sagðist sjá algerlega fyrir blöndu af tækni sem er í notkun, byrjað með tengitvinnbúnaðarútgáfu af Range Rover SVAutioiography til viðbótar við núverandi V8-vél með forþjöppu.
„Okkar flottasti Range Rover í lengri gerðinni er oft notaður í þéttbýli og seldur á mörkuðum þar sem eigandinn ferðast aftan í,“ sagði hann. „Svo að hugmyndin á rétt á sér, svo mikið vit er í því“. SVO-deildin hjá Jaguar smíðaði eða breytti um 6000 bílum árið 2018, bætti hann við.