Dagana 22.-23. og 25. október mun ÍSBAND frumsýna nýtt rafbílamerki á íslenskum bílamarkaði, þegar fyrirtækið frumsýnir þrjár tegundir frá bílaframleiðandanum LEPAMOTOR.
Meginheimspeki LEAPMOTOR er sú að viðskiptavinir þurfi ekki að slaka á gæðum eða eiginleikum fyrir hagkvæmni, heldur veita íslenskum bílakaupendum raunverulegt verðmæti án málamiðlana og bjóða þeim að stökkva in í nýja veröld, þar sem nýjasta tækni og framúrstefnuleg hönnun mætast í nýrri tegund rafmagnsbíla.
LEAPMOTOR er hluti af þjónustuneti Stellantis í Evrópu og ÍSBAND sinnir allri sölu og þjónustu fyrir Leapmotor á Íslandi og er í góðu samstarfi við þjónustuaðila á landsbyggðinni.
T03 – Ódýrasti rafbíllinn á markaðnum.
T03 er nettur fjögurra manna borgarbíll á á frábæru verði sem ekki hefur sést áður, eða 2.990.000 kr. með rafbílastyrk í forsölu. Þrátt fyrir frábært verð, er enginn afsláttur gefinn af staðalbúnaði í bílunum, s.s. Panorama glerþak, rafdrifin gardína, loftkæling, fjarlægðastilltur hraðastillir, LEAP app, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar að aftan, árekstarvara að framan ofl. Smár að utan en stór að innan, það stendur T03 svo sannarlega undir.
C10 – einn sá rúmbesti í sínum stærðarflokki – verð frá: 4.999.000 kr.
C10 boðinn í nokkrum útfærslum með mismunandi rafmótorum, í Life eða Design útfærslum með drægni frá 424 km upp í 510 km. Verðið er frábært, en C10 er einn rúmbesti bíllinn í sinum stærðarflokki og er frá 4.990.000 kr. með rafbílastyrk í forsölu. C10 Design AWD jeppinn er flaggskipið, fullvaxinn, fullbúinn, hlaðinn aukabúnaði með 598 hestöfl á forsöluverði 5.990.000 kr. með rafbílastyrk. 598 hestöfl þeyta bílnum úr 0-100 km/klst. á 4 sekúndum.
C10 REEV Design (Range-Extended Electric vehicle) -bíllinn sem drepur drægniskvíðann
Ný tækni hér á Íslandi, en bíllinn keyrir á rafmagni og er með bensínvél sem hleður rafhlöðuna og er með samanlagða drægni upp á 970 km. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki hlaðið bílinn heldur er að hægt að bjarga sér á næstu bensínstöð
Lengri opnunartími
Á meðan frumsýningunni stendur verður boðið upp á lengri opnunartíma. 22.- 23. október er opnunartíminn frá kl. 10-19 og laugardaginn 25. október verður opið á milli kl. 12-16. Frumsýningin er í sýningarsal ISBAND Þverholti 6 í Mosfellsbæ.
(fréttatilkynning frá ÍSBAND)




