ÍSBAND frumsýnir B10 frá Leapmotor

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Dagana 12.-15. nóvember mun ÍSBAND umboðsaðili Leapmotor á Íslandi, frumsýna B10,  nýjan og glæsilegan 100% rafknúninn bíl frá LEAPMOTOR

B10 er nýr bíll úr smiðju LEAPMOTOR en ISBAND frumsýndi í lok október fyrstu bíla LEAPMOTOR hér á landi, T03 og C10.  B10 er ríkulega útbúinn, með gott innrarými og á frábæru verði.

B10 er líkt og aðrir bílar frá LEAPMOTOR hannaður með það  að markmiði að slaka ekki á gæðum eða eiginleikum fyrir hagkvæmni, heldur veita íslenskum bílakaupendum raunveruleg verðmæti án málamiðlana og bjóða þeim að stökkva inn í nýja veröld þar sem tækni og framúrstefnuleg hönnum mætast í nýrri tegund rafmagnsbíla.

LEAPMOTOR er í samvinnu við bílarisann Stellantis í Evrópu og fellur inn í þjónustunet Stellantis.  Undir hatti Stellantis eru  þekkt merki líkt og Jeep, RAM, Fiat, Maserati og fleiri merki, en ISBAND sinnir allri sölu og þjónustu fyrir LEAPMOTOR á Íslandi og í góðu sambandi við þjónustuaðila á landsbyggðinni.

Einn ódýrasti rafbíll landsins í sínum stærðarflokki

B10 er einn ódýrasti rafbíll landsins í sínum stærðarflokki.  Hann er sérlega rúmgóður,  vel útbúinn og fáanlegur í tveimur útfærslum.  Life sem er með 56.2 kWh rafhlöðu og drægni upp á 361 km samkvæmt WLTP.  Design útfærslan er með 67.6 kWh rafhlöðu og drægni upp á 434 km samkvæmt WLTP staðli.  Í Life útgáfu má nefna sem staðalbúnað panorama glerþak með rafdrifinni gardínu, sjálfvikra loftkælingu, 360° myndavél, ADAS aðstoðarökumannskerfi með fjölmörgum hagnýtum aksturstillingum, 14,6” og 2,5K upplýsinga- og snertiskjá, 8,8” mælaborð, 18” álfelgur, LED aðalljós og LED ljós að aftan.   Verð á B10 Life er 3.990.000 kr. með rafbílastyrk í forsölu.

Í Design útgáfu bætast við leðursæti, rafdrifið ökumanns- og farþegasæti frammí, hiti og kæling í framsætum, rafdrifin opnun á afturhlera, stemmningslýsing í innra rými ofl.  Verð á B10 í Design úfærslu er 4.790.000 kr. með rafbílastyrk í forsölu.

Lengri opnunartími

Á meðan frumsýningunni stendur verður boðið upp á lengri opnunartíma.  12. og 13. nóvember er opnunartíminn frá kl. 10-19 og laugardaginn 15. nóvember verður opið frá kl. 12-16.

Frumsýning á nýjum B10 er í sýningarsal ÍSBAND, Þverholti 6 í Mosfellsbæ.

(fréttatilkynning frá ÍSBAND)

Svipaðar greinar