ID Space Vizzion hugmyndabíllinn boðar þriðja rafbílinn frá Volkswagen
LOS ANGELES – Hugmynd að rafknúnu ökutæki sem Volkswagen kynnir á bílasýningu í Los Angeles þessa dagan, ID Space Vizzion sem er hannaður sem stationbíll eða „langbakur“ , sýnir hönnun sem líklega verður þriðji rafbíllinn í ID fjölskyldunni.

ID Space Vizzion, hannaður á MEB-grunni rafbíla VW, er búinn í hugmyndaformi með 275 hestafla mótor aftan og 82 kWh rafhlöðupakka sem VW segir að muni gefa bílnum aksturssvið um 590 km samkvæmt WLTP prófunarstaðli í Evrópu og 483 km samkvæmt bandarísku EPA prófunum.
Hægt væri að festa annan 10 hestafla rafdrifinn mótor á framásinn til að veita drif á öllum hjólum, segir VW.
Kemur á markað seinni hluta 2021
VW segir að framleiðsluútgáfan verði tilbúin síðla árs 2021 og muni koma í mismunandi útgáfum fyrir Norður Ameríku, Evrópu og Kína.
ID Space Vizzion tekur upp nokkur atriði hönnunar frá eldri rafhlöðuhönnuðum hugmyndabílum frá VW, þar á meðal gagnvirkum LED-lýsingarþáttum sem voru teknir inn í framleiðsluútgáfu ID3, þann fyrsta frá VW sem búist er við að verði fjölskylda fullra rafbíla. á heimsvísu, sem var frumsýndur í september á bílasýningunni í Frankfurt.
Upplýsir snertifletir í stað handfanga
Hugmyndabílline er með í stað hefðbundinna hurðarhandfanga að utan með upplýsta snertifleti sem kvikna upp þegar ökumaðurinn eða farþeginn nálgast og opnar hurðina með snertingu.
Þó að um sé að ræða bíl með tvær raðir sæta í hugmyndabílnum, þá er ID Space Vizzion fær um að hýsa þriðju sætaröðina.
Skjár í stað hefðbundinna mæla
Inni í farþegarýminu hefur mikill hluti af hefðbundni mælaborði verið fjarlægður í þágu þess sem Volkswagen kallar aukinn raunveruleika, með sprettiskjá (head-up), 15,6 tommu snertiskjá sem sýnir afþreyingu, þægindi, aðgerðir á netinu og stillingar ökutækisins. Einföld stýring hefur verið færður á handfang hægra megin við stýrisstöngina í þessum stafræna stjórnklefa.
Þunnur ljósræma á milli A-bita, sem VW kallar ID Light eða „upplýsingaljós“, hefur samskipti sjónrænt við ökumanninn með kveðju, leiðsagnarleiðbeiningum og kvaðningum varðandi hemlun, sem viðbót við heyranleg samskipti.
Áklæði úr eplasafa
Volkswagen er einnig að kynna nýtt efni í ID Space Vizzion sem þeir segja að gæti komið í framleiðslu. Þetta leðurlíka efni er kallað „Appleskin“ og var þróað hjá Volkswagen úr afgöngum úr framleiðslu á eplasafa.
Volkswagen segir að það sé nú þegar hægt að skipta um 20 prósent af pólýúretan í bifreið með þessu efni, og að framtíðarútgáfa efnisins „muni vera með málmyfirborð og verði lýst upp með umhverfislýsingu.“
„Crossover“ seint á næsta ári
Seint á næsta ári er búist við að VW muni selja ID4 „crossover“, bíl sem er svipaður að stærð og núverandi Tiguan.
Þá er búist við endurgerðri gamaldags útgáfu af VW Microbus, sem nú heitir ID Buzz, fyrir árið 2022