ID. Buzz Cargo „alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

ID. Buzz Cargo „alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“

Volkswagen ID. Buzz Cargo hlýtur verðlaun sem „alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“

Við fjölluðum um nýjasta útspil VW – ID.Buzz sem kynntur var nýlega sem fólksbíll og sendibíll, og það er greinilegt að bíllinn fær góðar viðtökur þótt hann sé ekki kominn formlega á markað.

Meira en 13.700 ID Buzz pantaðir, helmingur þeirra Cargo-útgáfan

Strax kominn með eftirsótt verðlaun

ID Buzz Cargo1 hlýtur hin virtu fagverðlaun „Alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“ (International Van Of The Year, IVOTY). Carsten Intra, forstjóri Volkswagen-atvinnubíla (Volkswagen Commercial Vehicles, VWCV), tók við verðlaununum úr hendi Jarlath Sweeney, stjórnarformanns IVOTY, á opnunarviðburði VDA, „Stjörnur ársins“.

Carsten Intra forstjóri tók við verðlaunum hjá IAA Transportation. Jarlath Sweeney afhendir Carsten Intra, forstjóra VWCW, IVOTY-verðlaunin.
Fjölhæfur sendibíll sem er með 3,9 kúbikmetra rými fyrir farm.

ID Buzz Cargo1 fékk þessi eftirsóttu alþjóðlegu verðlaun þótt hann væri ekki enn kominn á markað.

Hann var þróaður eingöngu fyrir rafhlöðuknúna flutninga og verður afhentur viðskiptavinum algjörlega kolefnisjafnaður.

Carsten Intra: „Þetta er okkur mikill heiður og við erum stolt að fá þessi verðlaun fyrir ID. Buzz Cargo. Við viljum þakka öllum í IVOTY-dómnefndinni sem og öllum hjá Volkswagen-atvinnubílum sem áttu þátt í að gera ID. Buzz Cargo að besta sendibílnum í sínum flokki.“

Jarlath Sweeney, stjórnarformaður IVOTY, afhenti verðlaunin fyrir hönd 34 alþjóðlegra atvinnubifreiðablaðamanna sem skipa dómnefnd IVOTY: „Það er ekki oft sem algjörlega ný hugsun á bak við sendibíla kemur fram og vekur svona mikla athygli markaðarins.

Við óskum þróunarteymi Volkswagen-atvinnubíla til hamingju með að hafa skapað þetta einstaka ökutæki.“

1 ID Buzz Cargo (150 kW/204 hp) orkunotkun samanlögð í kWh/100 km: 22,2-20,4; samanlögð kolefnislosun í g/km: 0.

(fréttatilkynning frá VW og Heklu)

Svipaðar greinar