Mánudagur, 12. maí, 2025 @ 3:12
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

ID.4 GTX með aldrifi heimsfrumsýndur

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
30/04/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
272 18
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

ID.4 GTX með aldrifi heimsfrumsýndur

  • Sjálfbær akstursánægja
  • Nýr Volkswagen ID 4 GTX 2021 er afkastamikið rafdrifið flaggskip
  • Fyrsti „sportlegi“ rafbíll Volkswagen lofar 0-100 km á 6,2 sekúndum og um 480 kílómetra drægni

Í gær fór fram heimsfrumsýning á nýjum fjórhjóladrifnum og alrafmögnuðum Volkswagen ID.4 GTX. Umboðsaðili Volkswagen á Íslandi, Hekla, hefur þegar hafið forsölu á bílnum í sýningarsalnum þeirra á netinu (hekla.is/volkswagensalur) en verðið á bílnum er frá 6.990.000 krónum.  

Sýningarbíll væntanlegur og fyrstu bílar koma í sumar

„Mikið hefur verið kallað eftir fjórhjóladrifnum alrafmögnuðum fjölskyldubílum á góðu verði og er það okkur sönn ánægja að geta nú uppfyllt þær óskir“, sagði Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi við þetta tækifæri og bætti við að fyrstu bílarnir munu verða afhendir nýjum eigendum í sumar en á næstu vikum muni Volkswagen á Íslandi þó fá fjórhjóladrifinn sýningarbíl. Þangað til er hægt að prófa ID.4 sem er nú þegar í sölu.

0 til 100km/klst á sekúndum, núll staðbundin koltvísýringslosun – með nýja ID.4 GTX þarftu ekki lengur að gera málamiðlun til að keyra á sjálfbæran hátt. Upplifðu sportlegan árangur fjögurra hjóladrifs systkina ID.4, með rafdrifi og mikilli drægni. Nýi ID.4 GTX: Eins kraftmikill og GTI, jafn þægilegur og sportjeppi og jafn sjálfbær og ID-bíll. Svona byrjar kynningin á heimasíðu Volkswagen á nýjum rafbíl frá Volkswagen sem var heimsfrumsýndur á netinu í gær.

„Aflið í Golf R, hröðun eins og í Golf GTI og hagkvæmni Touareg í núlllosunarpakka: Volkswagen hefur opinberað sinn fyrsta rafknúna sportjeppa“, segir bílavefsíðan Caradvice.

„Nýr Volkswagen ID 4 GTX hefur verið opinberaður sem hið nýja „sportlega flaggskip“ rafbílaframboðs fyrirtækisins og býður upp á 295 hestöfl frá tveggja hreyfla aflrás og allt að 480 kílómetra aksturssvið“, segir Autocar.

Þegar þessi nýi bíll er kominn í sölu verður þessi útgáfa af rafknúna sportjeppanum fyrsta ID-bílanna sem notar nýja GTX merkið, sem mun verða við hlið annarra sportlegra bíla frá VW – GTI, GTE og GTD hjá VW.

Volkswagen segir einnig að ID 4 GTX muni sýna fram á hvernig „sjálfbærni og sportlegir eiginleikar útiloka ekki hvort annað“.

Þó að GTI línan sé miðuð í kringum Golf, hefur Volkswagen valið að nota ID 4 í fyrstu GTX gerðina bæði vegna vaxandi mikilvægis sportjeppamarkaðarins og ákvörðunar um að nota tveggja hreyfla aflrás.

Frábrugðinn venjulegum ID.4

ID 4 GTX er með fjölda sérsniðinna útlitsþátta til aðgreiningar frá venjulegum ID 4, þar á meðal GTX merki, háglansandi svörtum loftinntökum, svörtu þaki og vindskeið að aftan og Anthracite „þakbogum. Afturstuðarinn er með nýrri hönnun. LED ljósin að framan eru með einstakri hönnun en LED ljósaklasarnir að aftan eru hannaðir til að búa til X-laga bremsuljós.

Innréttingarnar eru með sérsniðinni litasamsetningu, með dökkbláum mælaborðspjöldum og leðurinnfellingum á hurðum og rauðum andstæðum saumum – þó að það sé ekki með útgáfu af skreytingunni sem notuð er í GTI, GTE og GTD gerðunum. Úrvals sportsæti eru einnig aukabúnaður.

Aflrás GTX samanstendur af 201 hestafls samstilltum segulmótor (PSM) á afturás og ósamstilltum mótor (ASM) á framás. Mótorarnir tveir sameinast til að gefa 295 hestöfl, þó að Volkswagen eigi enn eftir að staðfesta togið. Kerfið getur knúið ID 4 GTX úr kyrrstöðu í 100 km/kslt á 6,2 sekúndum, með hámarkshraða takmarkaðan við 180 km/klst.

Tölvustýrt aldrif

Fjórhjóladrifskerfið er tölvustýrt og ákvarðar hvernig á að nota tiltækt tog til að halda jafnvægi á milli skilvirkni, kraftmikilla afkasta og stöðugleika. Sjálfgefið er að senda aflið til afturhjólanna einna, þar sem mótorinn að framan er aðeins notaður þegar krafist er aukins grips og afkasta.

Þessi nýi bíll er með með 24 sellu 77kWh litíumjónarafhlöðu – þá stærstu sem fáanleg er fyrir ID 4 – sem vegur 486 kg, býður upp á allt að 480 kílómetra svið og hægt er að fylla á hana með því að nota endurnýtanlega orku við hemlun. Boðið verður upp á fimm akstursstillingar, þar á meðal sérstaka sportstillingu.

Sportpakkar

Sportpakki, sem er aukabúnaður, lækkar aksturshæðina um 15 mm samanborið við venjulegan ID 4 og bætir við aðlögun á stýringu. Sports Plus pakkinn bætir við DDC aðlagandi undirvagnstýringu – eins og fáanlegt er í fullbúnum R-gerðum frá Volkswagen – sem stýrir höggdeyfum til að bjóða upp á stífari og sportlegri akstur.

Einnig verður boðið upp á úrval af útlitspökkum sem líkjast venjulegum ID 4, þar sem betur búnar gerðir fá þar á meðal aðgerðir eins og 12,0 tommu snertiskjá í staðinn fyrir 10,0 tommu skjáinn.

Þrátt fyrir að Volkswagen eigi enn eftir að staðfesta það, mun GTX útgáfa af væntanlegum ID.5 coupé jeppa líklega næst á markað á Bretlandi.

Það kemur fram á bílavefsíðum í dag að litið er svo á að R-deild Volkswagen sé að vinna að ýmsum nýjum sportlegri gerðum með meiri afköstum, sem líklega myndu fela í sér ID 3 R.

(heimasíða VW og ýmsar bílavefsíður – myndir frá heimasíðu VW)

Fyrri grein

Hekla og Bílablogg í samstarfi

Næsta grein

Strax komin hækkunarsett fyrir hinn rafdrifna Jeep Wrangler 4xe

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Næsta grein
Strax komin hækkunarsett fyrir hinn rafdrifna Jeep Wrangler 4xe

Strax komin hækkunarsett fyrir hinn rafdrifna Jeep Wrangler 4xe

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

11/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.