Hyundai stofnar flugdeild
Hyundai tilkynnti á dögunum að þeir hefðu stofnað sérstaka deild sem tileinkuð er þróun og hönnun fyrir framtíðarlausnir þegar kemur að sjálfvirkum drónum í flugi með fólk á milli staða í þéttbýli. Þéttbýlisfluglausnadeildin, eða Urban Air Mobility Division eins og hún kallast á ensku, mun hjálpa Hyundai við að hanna og bjóða lausnir á þessum nýja og spennandi markaði þar sem áætlanir gera ráð fyrir miklum vexti á komandi árum.

Hyundai hefur ráðið Dr. Jaiwon Shin sem framkvæmdarstjóra nýja sviðsins. Dr. Shin starfaði áður hjá bandarísku geimferðarstofnunni NASA í 30 ár við rannsóknir og þróun.
Í yfirlýsingu sagðist hann vera mjög spenntur og ánægður með að fá að stýra þessarri nýju deild hjá Hyundai og hlakkaði mikð til að framleiða vörur og grunntækni sem myndi gera Hyundai leiðandi á þessum markaði um ókomin ár.
Við hlökkum til að sjá hvað þessi nýja deild Hyundai mun koma fram með á næstu árum og getum ekki beðið eftir að mæta til vina okkar í Kauptún og fá að taka í Hyundai dróna.
?