Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:58
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvernig gírkassar eru í rafbílum?

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
30/08/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 3 mín.
272 17
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvernig gírkassar eru í rafbílum?

Af því Íslendingar eru í stuði og spenntir fyrir rafbílum (afsakið aulahúmorinn en ég gat ekki látið þetta tækifæri renna mér úr greipum) um þessar mundir þá er ekki úr vegi að velta þessari spurningu fyrir sér.

Rafbílar eru ekki með neitt sem kalla mætti gírkassa í hefðbundum skilningi. Þess í stað er einn gír með gírhlutfalli sem nýtir snúningshraða rafmótorsins frá 0 til t.d. 20.000 sn/mín.

Tveggja þrepa gírkassi frá ZF.

Brunamótorar þurfa gírkassa því að á tiltölulega litlu snúningssviði framleiða þeir hámarks tog og/eða afl. Það er hægt að drepa á brunavél fyrir slysni eins og væntanlega allir þekkja og það er líka ástæðan fyrir því að það er alltaf einhver gerð af gírkassa í þeim. Þeir þurfa að geta gengið hægagang og þurfa þess vegna hlutlausan gír og kúplingu/tengsli af einhverju tagi.

Þú getur ekki drepið á rafmótor! Þú getur kveikt og slökkt á honum en startar ekki því hann vinnur frá 0 sn/mín og „bíður“ tilbúinn eftir því að þú stígir á inngjafarpedalann.

Rafmótorar eru ekki með sérstakan hagvæmasta snúningshraða, þeir gefa tog og afl út allt snúnigssviðið sem getur verið eins og áður segir 0 til 20.000 sn/mín jafnvel hærra. En brunavélar hafa oftast hámarks snúningshraða á bilinu 4.000 til 6.500 sn/mín, stundum eitthvað meira en það er ekki algengt í fólksbílum.

Hér er engin gírstöng.

Það er þó ein undantekning því Porsche Taycan er með tveggja gíra gírkassa sem er framleiddur hjá þeim sjálfum.

Samkvæmt mínu slæma minni þá las ég að Tesla hafi í einhverjum tilfellum notað tvo rafmótora þar sem annar er notaður til að taka af stað og svo tekur hinn við þegar bíllinn er kominn á meiri hraða, báðir hafa einn gír en gírhlutföllin eru mismunandi.

Þýski framleiðandandinn ZF, sem framleiðir m.a. bílaíhluti, er búinn að hanna gírkassa fyrir rafbíla sem er tveggja þrepa og tölvustýrður. Mér er ekki kunnugt um að neinn bílaframleiðandi sé búinn að kaupa þessa gírkassa af þeim og setja í sína bíla enn sem komið er.

Það sem vinnst með tveimur gírum eða þrepum er meira drægi og meiri hámarkshraði. Lægri gírinn er hugsaður til að ná meiri hröðun þegar tekið er af stað en sá hærri til að ná meiri hámarkshraða. Tesla prófuðu og gáfust upp á að vera með margra gíra kassa því þeir entust illa enda framleiða rafmótorar gríðarlega mikið tog á mjög skömmum tíma. Því má ætla að ZF gírkassarnir séu frekar sterkbyggðir.

Líklega verða margir rafbílar með tvo gíra í framtíðinni en það verður ekki nein hefðbundin sjálfskipting eða gírkassi.

[Birtist fyrst í apríl 2020]
Fyrri grein

Hvað er spyrnustýring og hvernig virkar hún?

Næsta grein

Mótorhjóla…strætó?

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Mótorhjóla…strætó?

Mótorhjóla…strætó?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.