Sunnudagur, 11. maí, 2025 @ 1:59
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvenær var fyrsti rafbíllinn smíðaður og hvenær var fyrsti tvinnbíllinn smíðaður?

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
21/06/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
314 10
0
155
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvenær var fyrsti rafbíllinn smíðaður og hvenær var fyrsti tvinnbíllinn smíðaður?

Nú halda sjálfsagt margir að þessar gerðir bíla hafi fyrst verið smíðaðar á þessari öld eða seinni partinn af síðustu öld. Það er rangt.

Fyrsti tvinnbíllinn

Ferdinand Porsche smíðaði fyrsta tvinnbílinn 1899! Ekki nóg með það heldur voru gerð 300 eintök af bílnum sem var nefndur System Lohner-Porsche Mixte.

Í staðinn fyrir rafgeyma þá framleiddi bensínvél rafmagn fyrir tvo rafmótora sem knúðu framhjólin. Svo þessi bíll var sem sagt framhjóladrifinn. Þetta hljómar allt svo nýmóðins þangað til að maður sér mynd af bílnum.

Fyrsti tvinnbíllinn.

Varðandi tvinnbíla þá gerðist eiginlega ekkert verulega markvert þangað til að Toyota Prius kom fram á sjónarsviðið 1997 í Japan, Honda Insight 1999 í Bandaríkjunum og Toyota Prius 2000 í Bandaríkjunum.

Tvinnbílar náðu fyrst fótfestu einmitt með Prius og tæknin sem var notuð í honum er grunnur margra mismunandi tvinnbíla sem komu í kjölfarið.

Fyrsti vísir að rafbíl sem var smíðaður, var lítið módel af bíl en það var ungverskur verkfræðingur, Ányos István Jedlik að nafni, sem smíðaði hann 1828 til að sýna rafmagnsmótor sem hann hafði fundið upp. Jedlik fann einnig upp jafnstraumsrafalinn (dýnamó) en þeir voru notaðir til að hlaða rafgeyma og skaffa rafmagn til rafmagnstækja í bílum í akstri þangað til að riðstraumsrafalar (alternaor) leystu þá af hólmi.

Jedlik er ekki eignaður heiðurinn af því að hafa fundið upp rafbílinn frekar en nokkrum öðrum en hann lagði ákveðinn grunn fyrir komu þeirra. Sá sem smíðaði líklega fyrsta eiginlega rafbílinn var Frakki sem hét Gustave Trouvé. Rafbíllinn hans var þriggja hjóla (reyndar setti hann rafmótor í enskt James Starlay þríhjól) og rúmaði bara ökumanninn og lítið annað.

Sá bíll var smíðaður árið 1881 en frá því að Jedlik smíðaði módelið sitt höfðu komið fram nokkur farartæki sem líklega uppfylla ekki þá kröfu að geta kallast rafbílar.

Trouvé þessi fann reyndar upp utanborðsmótorinn en það var sami rafmótorinn og hafði drifið áfram rafbílinn hans, bara aðlagaður að nýju hlutverki.

Thomas Parker var enskur uppfinningamaður sem var lýst sem Edison Evrópu en hann var höfundurinn að fyrstu rafbílunum sem fóru í framleiðslu 1895. Rafbílar og önnur rafknúin farartæki urðu vinsæl og sæmilega algeng á tímabili. En vinsældirnar dvínuðu verulega þegar bensín varð ódýrara og vegakerfin urðu svo góð að það var hægt að ferðast langar vegalengdir. Rafbílar hurfu aldrei algjörlega en það má segja að þeir hafi legið í dvala þangað til frekar nýlega.

Viðbótarfróðleikur úr bílasögunni

Þess má til gamans geta að fyrsta hugmyndin að sjálfrennireið, sem átti að vera vindknúin, kom líklega frá Leonardo da Vinci en hann lést 1519. Fyrsti bíllinn var gufuknúinn og var smíðaður af Nicolas-Joseph Cugnot 1769 sjá hér .

[Greinin birtist fyrst í desember 2020]

Þessu tengt: 

Á blússandi ferð á rafbíl 1899

Fyrri grein

Á þessum degi lagði Tom upp í langferð

Næsta grein

Kínversk Bjalla!

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Kínversk Bjalla!

Kínversk Bjalla!

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.