Hvenær komu fyrstu bremsuljósin?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hvenær komu fyrstu bremsuljósin?

Áður en akreinarviðvörunarkerfi, blindblettavöktun og bakkmyndavélar voru til, var bílaheimurinn með eina mikilvægustu öryggistækni sem fundin hefur verið upp – bremsuljós. Þó að bremsuljós séu á öllum bílum í dag, var það ekki alltaf svo. Reyndar er saga bremsuljósa áhugaverð.

Þegar vélknúin farartæki komu á markað fórum við að hreyfa okkur á meiri hraða og líka á nóttunni. Það varð mikilvægt að hafa samskipti í lengri vegalengdum, sem og í myrkri. Fyrstu bílarnir voru búnir sömu ljósum eða lömpum og notaðir voru á hestvagna í lok 1890.

Í upphafi bílaaldar voru framljósin stór og tilkomumikil, enda var ljósgjafinn annað hvort gas eða steinolía – hér er framjós á Ford Model T.

Kerti og steinolíulampar voru framan á bílnum og áttu fyrst og fremst að gera ökutækið sýnilegt öðrum vegfarendum. Að aftan voru engin ljós. Í upphafi 1900, voru fyrstu framljósin asetýlen og síðar rafmagns. Fyrsta afturljósið (einn steinolíulampi) var kynnt rétt fyrir aldamót til að vera með ljós á númeraplötuna. Algengt var að útbúa númeraljósker með rauðu opi að aftan, þar með var búið til fyrsta afturljósið. Það var ekki fyrr en um 1920 sem flestir bílar komu með rafljósum á báðum endum, að framan og aftan.

Hér er dæmi um afturljós á Ford T fyrir 1920

Fyrstu bremsuljósin komu fram strax árið 1905, þó að kröfurnar um bremsuljós hafi tekið aðeins lengri tíma að þróast. Fyrir marga ökumenn í árdaga bílaaldar voru handmerki nógu mikilvæg viðvörun fyrir aðra ökumenn um að þeir ætluðu að stoppa eða beygja. Þetta, að treysta aðeins á handmerki, gerði það þó erfitt fyrir marga ökumenn að njóta bíla sinna á nóttunni, sem gerði bremsuljósið að nauðsyn.

Árið 1928 höfðu 11 ríki í Bandaríkjunum gert kröfu um bremsuljós á bíla. Þessum ljósum, sem voru frábrugðin nútíma afturljósum, var venjulega stjórnað af ökumanni frekar en að þau kviknuðu sjálfkrafa eins og þau gera í dag. Þó að þessi aðferð hafi ekki verið fullkomin, var þetta upphaf þróunar bremsuljósanna.

Árið 1920, komu fyrstu innlendu reglugerðirnar um afturljós í Bandaríkjunum og síðan komu alþjóðlegar reglugerðir og staðlar um afturljós. Núna eru til vel þróaðir staðlar og reglugerðir. Á alþjóðavettvangi eru virkustu samtökin UN/ECE, ISO, CIE og GTB. Í Bandaríkjunum eru SAE og NHTSA mest áberandi samtökin. Samsvarandi samtök eru einnig til í öðrum löndum.

Sem stendur eru tveir stærstu alhliða eftirlitsaðilarnir ECE í Evrópu og NHTSA í Bandaríkjunum.

Árið 1926 samþykkti forveri SÞ, Þjóðabandalagið, fyrstu samningana sem tengdust bílalýsingu. Var þá samþykkt að á nóttu skyldi hvert vélknúið ökutæki vera með rautt ljós að aftan og að skráningarmerki að aftan yrði að vera upplýst. Tvö afturljós urðu algeng á þriðja áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum og varð krafa í Evrópu á fimmta áratugnum. Nýjasta stóra þróunin í bremsuljósum kom á níunda áratug síðustu aldar — miðlæga bremsuljósið.

Greinar um skylt efni:

Þegar umferðarljósin komu til Íslands

Græni karlinn er sums staðar kona

Þriðja bremsuljósið: Af hverju og hvenær?

Svipaðar greinar