Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 23:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvað varð um Star Wars Celicuna?

Malín Brand Höf: Malín Brand
10/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
268 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvað varð um Star Wars Celicuna?

Í kringum frumsýningu Star Wars myndarinnar árið 1977 gekk Toyota til liðs við 20th Century Fox með því að græja gasalega fína Toyota Celica GT í Star Wars útfærslu. Bíllinn var verðlaunagripur í happdrætti. Frá september til desember 1977 var happdrættið auglýst og átti að tilkynna um vinningshafa snemma árs 1978.

Vinningshafi þessarar Celicu hefur enn ekki verið kynntur og ef einhver veit hvar bíllinn er niður kominn þá hefur hann aldeilis haldið sér saman um það öll þessi ár.

Umfjöllun um happdrættið og verðlaunin fjaraði smám saman út og gleymdist svo gott sem alveg á nokkrum mánuðum.  

Morð mannrán og fíkniefni

Sagt var í auglýsingum að á húddi bílsins væri airbrush-mynd (sama og plakat myndarinnar) og alls konar fínerí um allan bíl. Fyrirtækið sem annaðist airbrush-verkið var Delphi Auto Design í Costa Mesa í Kaliforníu. Það fyrirtæki reyndist vera með allt niður um sig og skömmu eftir að Star Wars bíllinn var kynntur til leiks hætti þetta fyrirtæki störfum. Af hverju?

Jú, vegna tengsla við eiturlyfjaheiminn, mannrán og morð þá var rekstrargrundvöllurinn eiginlega ekki til staðar og því hvarf þetta kompaní af yfirborði jarðar, rétt eins og fólkið sem það var bendlað við að hafa rænt.

Eftir sem áður tókst manni nokkrum, Dean Shada að nafni, að hafa uppi á tveimur starfsmönnum hins horfna fyrirtækis. Fox fréttastofan greindi frá því árið 2016.

Þeir höfðu það eitt að segja að verkið hefði ekki verið vel unnið og líklegt að myndin hefði máðst af húddinu fljótlega þar sem engin var glæran ofan á.

Var bíllinn yfirleitt til?

Eins og við var að búast gróf fréttastofa Fox nokkuð dýpra þegar hið dularfulla bílhvarf var til umfjöllunar á sínum tíma og fann út að yrirtækið sem hélt utan um happdrættið er enn starfandi og er það Marden-Kane í New York. Framkvæmdastjórinn, Alan Richter, sagði að upp á svo gamlar upplýsingar væri nú ekki haldið en hann nefndi líka að fleiri en Fox hefðu haft samband vegna þessa.

Fyrrnefndur Dean Shada, sem leitað hefur bílsins lengur en aðrir, komst að þeirri súru staðreynd árið 2016 að flestir sem höfðu haft eitthvað með þennan bíl að gera á sínum tíma væru hreinlega ekki lengur í tölu lifenda. Þeirra á meðal er eigandi fyrirtækisins Delphi Auto Design, John Sladek. Hann lést árið 2013 en Shada ræddi við ekkjuna og átti hún eitthvað af myndum og pappírum sem tengdust Star Wars bílnum.

Það sem var þó ekki á meðal gagna voru upplýsingar um hvaða tiltekni bíll þetta var; VIN-númerið góða. Ef það hefði fundist væri gátan nú sennilega ráðin. Eða í það minnsta auðveldara að finna út hvað varð um bílinn.

Hvort bíllinn hafi verið til er ekki gott að segja og hafi hann verið til virðist hann hafa gufað upp, blessaður.

Þær myndir sem birtar hafa verið eru flestar teikningar og það er kannski þess vegna sem maður fær á tilfinninguna að bíllinn hafi aldrei verið til í raun og veru.

Í fréttinni sem Fox birti árið 2016 kom fram að Dean Shada væri hvergi nærri hættur leitinni að bílnum. Kannski hann sé enn að leita. Hann sagðst sannfærður um að einhver vissi eitthvað eða að bíllinn „leyndist“ í bílskúrnum hjá einhverjum sem hefði ekki hugmynd um að þetta væri Star Wars bíll…

Þessu tengt:

Toyota Supra safn bófa boðið upp

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Slegist um gamlar Toyotur vestanhafs

Gleymdu Toyoturnar: Óhreyfðar síðan 1974

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Dekkjamynstur – kostir og gallar

Næsta grein

Íslendingar tæta og trylla í Ameríku

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Íslendingar tæta og trylla í Ameríku

Íslendingar tæta og trylla í Ameríku

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.