Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvað varð um Hjartabílinn?

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
04/11/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
278 14
0
140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvað varð um Hjartabílinn?

Benzinn sem kallaður var Hjartabíllinn vakti athygli hvar sem hann fór um götur borgarinnar á áttunda áratugnum. Líftími hans var þó skammur. Bíllinn var illa nýttur og varð nánast að þrætuepli slökkviliðs og neyðarlækna.

Hjartabíllinn bar fastanúmerið R-30016. Haukur Hauksson blaðamaður lést aðeins 32 ára úr hjartasjúkdómi. Eiginkona Hauks kom á fót, ásamt blaðamannafélagi Íslands, sjóði sem hugsaður var til að kaupa fullkominn sjúkrabíl sem sinnt gæti hjartatilfellum.

Hjartabíllinn gerður klár í slaginn árið 1974.

Stefnt var að því að efla neyðarbílakost Slökkviliðs Reykjavíkur með kaupum á bíl sem búinn væri hjartastuðtæki og öllum þeim nýjustu græjum sem þekktust á þeim tíma.

Byltingakenndur bíll

Sjúkrabíll þessi kom til landsins árið 1974 og þótti afar flottur. Um var að ræða Mercedes-Benz bíl en hann var sérútbúinn í Noreg af fyrirtækinu Scan-Rescue.

Lionsklúbburinn Freyr lagði til fjárhæð fyrir kaupum á tækjum í bílinn. Eins og áður segir var bílinn sérsniðinn fyrir flutning hjartasjúklinga – en enginn slíkur bíll hafði verið á Íslandi til þessa.

Ég var níu ára þegar þessi glæsilegi bíll kom í þjónustu Slökkviliðs Reykjavíkur. Heimili mitt var ekki langt frá mestu umferðaræðum borgarinnar, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Miklubraut. Allt brautir sem þessi bíll ók oft um í útköllum. Hjartabíllinn var öskrandi appelsínugulur – svo appelsínugulur að hann sást úr kílómetra fjarlægð.

Samskonar bíll og kom hingað. Þetta var aflmikill bíll sem reyndi á ökuhæfni bílstjóranna.

Allt öðruvísi sjúkrabíll

Það sem vakti mesta athygli ungs drengs var líklega sírenan en hún var öðruvísi en í hinum neyðarbílum slökkviliðsins. Um var að ræða mjög háan tón sem dýpkaði mjög og fór síðan eins og hægt upp aftur. Og annað hitt, en vélarhljóðið í bíl þessum var talsvert skrítið líka.

Það var eins og vélin væri að springa þegar hann kom að umferðarljósum en þegar þessi bíll sást á götu fór hann ekki varhluta af athygli þeirra sem hjá stóðu. Hjartabíllinn var með 6 strokka 2,3 lítra línuvél – og þetta var bensínknúinn bíll.

Enda óku slökkviliðsmenn þessum bíl án þess að gefa nokkuð eftir og létu kaggann alveg finna fyrir því.

Hér er Hjartabíllinn að sinna útkalli á Laugaveginum til móts við Heklu. Það var þarna á þessum tíma sem sjúkrabílstjórar voru í jakkafötum og blankskóm.

Nýttist aldrei að fullu sem neyðarbíll

Í bílnum var meðal annars búnaður eins og hjartalínurit, hjartahnoðtæki, súrefnistæki, sogtæki og ýmis smáútbúnaður eins og segir í Morgunblaðinu í ágúst 1974. Einnig voru kranar með heitu og köldu vatni, hitabúnaður sem tengja má rafmagni svo stofuhiti getur haldist í bílnum þegar hann er ekki í notkun.

Í bílnum er aðstaða fyrir smáaðgerðir og getur læknir staðið uppréttur segir meðal annars í sömu frétt.

Slysabörur eru á hjólum og bíllinn er eins nýtískulegur og hugsast getur. Bíllinn er búinn vökvastýri og sérlega kraftmikilli vél og hemlar eru með vökvaaðstoð.

Hér kom Hjartabíllinn fyrstur á vettvang á slysaæfingu, líklega í Hamrahlíð. Takið eftir skrensinu sem hann hefur tekið við komu.

Skammur ferill

Það kemur ef til vill talsvert á óvart að líftími þessa glæsilega bíls varð ekki langur. Í mars árið 1979 er frétt í DV um að nú hafi Hjartabíllinn lokið hlutverki sínu sem slíkur og verði tekinn úr umferð. Bíllinn hafi lent í nokkrum mjög alvarlegum árekstrum og háum fjárhæðum hafði verið varið í viðgerðir á bílnum.

Slíkt þykir ekki svara kostnaði lengur segir meðal annars í sömu frétt.

Hugsanlega mætti því alveg leiða getur að því að þjálfun hafi verið ábótavant á bílnum því menn gerðu lítið annað en að klessukeyra bílinn og hafði almannarómur það að orði að þetta væri alltof kraftmikill bílll fyrir íslenska borgarumferð og bilstjórarnir réðu bara ekki við gripinn. Hvað sem satt er nú í því.

Hér er einn sem hefur varðveist ágætlega.

Laugardaginn 5. september 1979 er frétt um að Hjartabíllinn sé til sölu hjá Bíladeild Sambandsins í Ármúla.

Þar segir að vegna annmarka í heilbrigðiskerfinu hafi þessi bíll því miður aldrei nýst til fullnustu. Erlendis voru slíkir bílar gerðir út frá slysadeildum og ávallt æknir með í för.

Það kemur líka fram í sömu frétt að Hjartabíllinn hafi verið vinsælasti sjúkrabíllinn meðal sjúkrabílstjóra og mest notaði á stöðinni.

En aðeins um þennan sérstaka og eftirminnilega bíl. Mercedes-Benz Ambulance var byggður á W114/W115 gerðum Mercedes á árunum 1968 til 1976. Bíllinn var hannaður af Paul Baracq.

Hjartabíllinn var búinn 2,3 lítra 6 strokka línuvé, um 118 hestöfl við 5400 snúninga, 179Nm við 3600 snúninga og tveggja blöndunga.

Hámarkshraði var 165 km/klst. og þyngd um 1,7 tonn.

Sorglegur endir

Á spjallþráðum þar sem menn ræða saman um gamla bíla nefndi einhver að þessi merkilegi bíll sé nú líklega orðinn að dufti á geymslusvæðinu í Hafnarfirði – hafi orðið ryði að bráð og á endanum verið fargað.

Fyrri grein

Miklar breytingar á bílamarkaði í Evrópu

Næsta grein

Ný opin útgáfa af Aygo X

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Ný opin útgáfa af Aygo X

Ný opin útgáfa af Aygo X

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.