Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 14:23
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvað næst? Jú, Tesla með þotumótorum

Malín Brand Höf: Malín Brand
10/12/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Eru allir tilbúnir? Fyrir flugtak? Þessi maður bjó í alvöru til fyrstu þotuhreyflaknúnu Tesluna og hann nánast kveikir í öllu í kring…

Það virðist enginn hörgull á fólki sem er reiðubúið að ganga býsna langt til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Fyrir nokkrum dögum síðan var það Tesla Model S með V8 vél úr Camaro SS og þótti mörgum alveg nóg um.

En nú er þetta í alvöru sturlað.

Hér er nefnilega maður sem hefur sett þrjá þotumótora aftan á Tesluna (Model S85D) sína með öllu tilheyrandi, að vængjum og stéli undanskildu. Það væri kannski í lagi ef hann færi á eitthvert lokað svæði til að prófa geimflaugina eða hvað sem á að kalla það sem hann hefur búið til. En nei, það gerir hann ekki. Hann fer út í umferðina og prófar.

Eins og það sé ekki nógu alvarlegt og bara gapandi galið þá er hann að taka upp myndband á meðan hann er að aka.

Með eldstrókana standandi aftan úr bílnum!

Myndi maður vilja vera á eftir þessum í umferðinni? Eh, nei takk. Myndir/Skjáskot/YouTube

Markmiðið með öllu þessu er að slá hröðunarmet. Það er vitað að bíllinn hefur við prófanir framleiðanda komist úr kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða á 3.3 sekúndum. En Matt náði því ekki.

Besti tíminn hans var 4.38 sekúndur. Það var bara ekki nógu gott.

Þess vegna fór hann út í þetta með þotumótorana. Og jú, hann náði árangri en ég skal ekki hafa um það fleiri orð því kannski ætlar einhver að horfa á myndbandið, eða hluta þess.

Prófessor Vandráður og Georg gírlausi hvað?

Ég held að hann sé fundinn: Sturlaði vísindamaðurinn úr teiknimyndasögunum. Svei mér þá! Það er kannski ljótt að segja það en að manni læðist sá grunur að gaurinn hafi gleypt eitthvað harðara en poppkorn og hesthúsað einhverju öflugra en smartís.

Lítið dæmi: Maðurinn setur þotumótorana í gang fyrir utan húsið sitt, sandblæs pallbíl nágrannans í leiðinni (án þess, að því er virðist, að taka eftir því), feykir mold, ryki og öðru lauslegu um út um allr og veltir næstum ruslatunnunum. Hann er ekkert að pæla í neinu nema þotunni sinni sem er stórfurðuleg Tesla…

Sandblástur fyrir bíl nágrannans. Og ókeypis dreifing á rusli og öðru lauslegu.

Svo dettur honum í hug að prófa að ræsa þotuhreyflana í rigningu og fer á eitthvert bílastæði. Gjörsamlega ómeðvitaður um alla umferðina á stæðinu, setur hann í gang, glóðar einhverjar dúfur sem flögra hálfeldaðar burt frá vítisvélinni.

Nei, þetta er bara ekki í lagi.

Jæja, það er ekki mitt að dæma en þarna leist mér ekki á blikuna. Maðurinn sérstaki heitir Matt Mikka og er, eftir því sem fram kemur á alnetinu, verkfræðingur og bíókarl/kvikmyndagerðarmaður og er mikil stjarna á YouTube því þar eru fylgjendur hans rúmlega milljón.

Hér prófar hann þotumótorana fyrir utan verslunarmiðstöð, bræðir síma hjá einhverjum öryggisverði o.fl.:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Hátt mega sáttir sitja í Bayon

Næsta grein

BMW M 1000 RR frá Lego

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
BMW M 1000 RR frá Lego

BMW M 1000 RR frá Lego

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.