Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:09
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Hundur át bílinn minn,“ segir maður nokkur

Malín Brand Höf: Malín Brand
26/11/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Margt er nú mannanna bölið og hundanna snarlið. Getur það gerst? Að einhver hundur éti bíl? Raunar minnist ég geitar nokkurrar sem ég stóð að verki við að kjamsa á stuðaranum á mínum ´93 BMW E34 518. Mér var ekki skemmt! En eitthvað á bílnum mínum var skemmt.

Kveikjan að þessum hræðilegu hugrenningum er færsla á Twitter. Maður nokkur segir farir sínar ekki sléttar því svo virðist sem hundur í hverfinu hafi gert sér framhluta bíls mannsins að góðu.

Skjáskot/Twitter/MakukuleZamo

Hundurinn át allar fjarstýringar

Eins og oft vill verða á Twitter, í samræmi við tilganginn með þeim samfélagsmiðli, þá sköpuðust umræður. Og þar er nú eitt og annað áhugavert!

Einn segist ekki undrandi á þessu: Hundurinn hans (pitbull) hafi japlað á „öllum fjarstýringum á heimilinu, át að minnsta kosti 6 af uppáhalds geisladiskunum mínum sem og eitt og annað fatakyns,“ sem hann segir bókstaflega hafa horfið ofan í belg hundsins. Svona eins og slagorð sorphirðu nokkurrar og endurvinnslu: „Skiljum ekkert eftir“.

Pitbull á bílpalli er betra en bílpallur í kviðnum á pitbull. Mynd/Unsplash

Allt fer í hundana

Þráðurinn undir myndinni af því sem eftir er af bílnum (eftir að hundurinn varð saddur?) er langur. Margir hundaeigendur virðast ótrúlega rólegir yfir því að eitt og annað á heimilinu hverfi ofan í hundana. Já, fari hreinlega í hundana.

Ein kona segir: „Skór endast sjaldan lengi á mínu heimili. Hundarnir mínir éta alla skó sem þeir komast í. Og ég get ekki einu sinni orðið reið út í þá,“ skrifar hún. Hundavandamál eða hundaeigendavandamál? Spyr sú sem ekkert veit um málin.

Undir þetta kvittar maður nokkur og segir: „Ójá! Við áttum pitbullhunda og einu sinni átu þeir öll símahleðslutækin á heimilinu.“

Sakleysið uppmálað. Mynd/Unsplash

Næsti spyr af hverju hundar geri þetta eiginlega. Éti skó og fleira. „Árið 2019 át pitbull hlaupaskóna mína. Það er eitthvað það furðulegasta sem ég hef séð á ævinni.“

Þú verður næstur karlinn minn

Það eru alltaf einhverjir bölsýnismenn sem finna sig knúna til að leggja orð í „belg“ og þeir eru nokkrir þarna. Heimurinn hefur fram að tefla ótrúlega mörgum bölsýnispeðum sem virðast óþrjótandi framleiðendur svartagallsrauss.

Best að gefa því ekki mikinn gaum, enda er það hundleiðinlegt til lengdar. En hér eru nokkur bölsýnishorn:

„Úff. Þú verður næstur karlinn minn. Fyrst hann fór svona með bílinn, hvernig fer hann þá með þig?“

Og sá næsti var ekki minna hress: „Guð minn góður! Átt þú börn? Ég myndi fara varlega því svona hundar geta hreinlega étið börn.“

Já og svona að lokum: „Það þarf að koma þessum fyrir kattarnef áður en hann drepur þig.“

Bílatætari í geitargæru

Þessi tiltekni þráður er kannski ekkert merkilegri en margt annað en eins og ég skrifaði hér efst þá minnti hann mig á geitina sem um árið ásældist BMW-inn minn.

Þannig var að við mæðgin ókum hringinn á hverju sumri á okkar fína eðalfáki, BMW E34. Kvöld eitt stoppuðum við á Möðrudal á Fjöllum og tjölduðum á tjaldsvæðinu. Kemur þá geit askvaðandi og var rosalega glöð að sjá okkur. Þangað til…hún sá BIMMANN! Þá var nú bara veisla hjá geitarskömminni.

Já, þessi geit var ekki vinur minn eftir að hún varð svo hrifin af bílnum að hún reyndi að éta hann. Þá var hún búin að éta reimarnar á strigaskónum mínum, bandið sem hélt tjaldinu og mér hafði tekist að ná út úr henni tveimur þvottaklemmum sem hún ætlaði að sporðrenna. Mynd/Malín Brand

Erlendir ferðamenn skemmtu sér konunglega þegar þeir fylgdust með undirritaðri reyna að teyma geitina í átt að einhverri miðstöð tjaldsvæðisins. Þeir hættu nú flissinu flestir þegar geitin nálgaðist tjöldin þeirra. En hún hafði lítinn áhuga á viðlegubúnaði þegar gamall BMW var annars vegar,

Að endingu tókst okkur (mér og syni mínum sem þá var 9 ára gamall) að koma þrjóskri geitinni upp í þjónustumiðstöð tjaldsvæðis Möðrudals á Fjöllum. Þar var skilningurinn ekki nokkur. Svona var það samtal:

Ég: „Þessi geit er að éta bílinn minn. Geturðu geymt hana utan tjaldsvæðisins?“
Starfsmaður: „Þetta er geit. Hún gerir það sem henni sýnist.“
Ég: „Já, auðvitað. Ég skil (ekki)… Gætirðu komið henni fyrir einhvers staðar til að eyðileggingin haldi ekki áfram?“
Starfsmaður: „Þetta er geit. Hún sleppur alltaf burt.“

Já, þannig var það. Ég svaf ekki mikið um nóttina en minningin er ljóslifandi. Líka hljóðið sem heyrist þegar geit nagar stuðara á BMW.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Ford Ranger: V6 dísilvél og fleiri nýjungar

Næsta grein

Bretland mun koma með grænar númeraplötur fyrir græna bíla

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Bretland mun koma með grænar númeraplötur fyrir græna bíla

Bretland mun koma með grænar númeraplötur fyrir græna bíla

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.