Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 16:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hraðskreiður sólarorkubíll fór 1.000 km á einni hleðslu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
04/03/2023
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
273 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hraðskreiður og fór 1.000 km á einni hleðslu

Ástralskur rafbíll setti met fyrir hraðskreiðasta rafbíl yfir 1.000  km á einni hleðslu
En ekki búast við að neitt svona duglegt komi í almenna sölu

Sólarknúinn rafbíll sem smíðaður er af ástralskum háskóla er kominn í metabækurnar eftir að hafa ekið 1.000 km á innan við 12 klukkustundum á einni hleðslu.

Sunswift 7, smíðuð af nemendum við háskólann í Nýja Suður-Wales (UNSW) í Sydney, ók í hringi á braut í Australian Automotive Research Center (AARC) í Wensleydale, Victoria á staðfestum tíma 11 klukkustundir og 52,08 mínútur og náði titli Guinness með heimsmeti fyrir „Hraðasti rafbíll yfir 1.000 km á einni hleðslu“.

Straumlínulagaði bíllinn ók brautina rétt fyrir jól á meðalhraða upp á 85,3 km/klst, en áhrifameiri en hraðinn var ótrúleg orkunýting bílsins, sem náði 3,8 kWh á 100 km.

„Jafnvel hagkvæmustu rafbílarnir á vegunum í dag ná aðeins 15kWh/100km og meðaltalið er um 20kWh/100km“, benti prófessor Richard Hopkins, sem er fyrrum kappakstursstjóri Red Bull, sem stýrði verkefninu.

Auðvitað er auðvelt að bæta skilvirkni með því að keyra á stöðugum 80 km/klst á sléttu yfirborði við kjör veðurskilyrði, með því að nota ökutæki sem er ekki ætlað fyrir akstur á vegum, en 3.8 kWklst á 100 km er samt ótrúlegur árangur.

Sunswift 7 varð fyrsti rafbíllinn í heiminum til að fara 1.000 kílómetra vegalengd á innan við 12 klukkustundum

Og hönnun og verkfræði ökutækisins voru aðalatriðin í metakstri þess, þar á meðal mikill fjöldi sólarrafhlaða sem hlaða rafhlöðuna á meðan bíllinn er að keyra.

Þó að UNSW hafi ekki gefið upp stærð rafhlöðunnar frá Sunswift, er hún um 500 kg að þyngd og er mun léttari en í nokkrum fjöldaframleiddum rafbíl fyrir vegaakstur. Hann er líka miklu rennilegri hvað varðar loftmótsstöðu: með dragstuðul upp á aðeins 0,095 og því er hann mun loftaflfræðilegri en hvaða framleiðslubíl sem er, eða jafnvel afkastamestu frumgerðir.

En auðvitað komu aðrar málamiðlanir í leitinni að fullkominni skilvirkni.

„Sunswift 7 er ekki framleiðslubíll framtíðarinnar, þar sem við höfum dregið úr þægindum og kostnaðurinn er óhóflegur,“ sagði Hopkins.

„En við höfum sýnt að ef þú vilt gera bíla skilvirkari, sjálfbærari, umhverfisvænni, þá er það mögulegt.

„Ég vann áður í Formúlu-1 og enginn heldur að við munum keyra Formúlu-1 bíla á götunni eftir fimm eða 10 ár. En tæknin sem þeir nota í Formúlu 1 þrýstir virkilega á mörkin og sumt af því síast niður í venjuleg farartæki og það er það sem við erum að reyna að gera með Sunswift og það sem þetta heimsmet sýnir að sé hægt að ná.“

Helstu bílaframleiðendur leitast við að hámarka skilvirkni rafbíla sinna.

Flaggskip rafbíla Mercedes, EQS, er knúið af stórum og mjög þungum 107kWh rafhlöðupakka, en lykillinn að því að hann geti náð opinberri drægni upp á 780 km á milli hleðslustöðva er áhersla bílsins á loftaflfræði og snjöll notkun efna.

Með minni rafhlöðu en EQS, tókst Mercedes EQXX, „vegalögleg rannsóknarfrumgerð“ að keyra frá Stuttgart, heimaborg Mercedes, til Silverstone kappakstursbrautarinnar í Northamptonshire í júní síðastliðnum – 1202 km vegalengd – án endurhleðslu á leiðinni.

Þetta náðist fyrst og fremst með mikilli loftaflfræði (viðnámsstuðull upp á aðeins 0,17), léttri smíði, þakfestum sólarrafhlöðum og mjög skilvirkri rafhlöðu.

Með smá hleðslu eftir þegar bíllinn náði Silverstone tókst honum að klára 11 hringi til viðbótar á kappakstursbreutinni frægu.

Að sjálfsögðu náði EQXX ágætis orkunotkun upp á 12 km á kílóvattstund. Það er enn nokkuð frá Sunswift, þó að það hafi tekist það á ýmsum vegum og halla og stundum á hraða yfir 128 km/klst.

En höfum í huga að háskólateymið hjá UNSW hafði ekki kraft og sérfræðiþekkingu eins af stærstu bílaframleiðendum heims til að leita til.

„Við skulum muna að þetta eru ekki best launuðu atvinnubílaframleiðendurnir í Stuttgart sem vinna fyrir Mercedes,“ sagði Richard Hopkins.

„Þetta er hópur af mjög snjöllum áhugamönnum sem hafa tekið allt sem til þarf og sett það saman á frábæran hátt.“

„En þessir ungu menn og konur eru framtíðin og þau hafa þegar sýnt hér með Sunswift hvað þau eru megnug – ímyndaðu þér hvað þau munu gera þegar við sleppum þeim lausum um allan heim.

Mettilraunin var ekki bara á „beinu brautinni“ fyrir liðið og stundum voru miklar efasemdir um hvort Sunswift myndi ná því.

Á einum tímapunkti varð smá vandamál með rafhlöðuna til þess að bíllinn stöðvaðist algjörlega.

Reglur mótsins segja að ökutækið megi ekki standa lengur en í 15 mínútur í kyrrstöðu í senn; þar sem teymið vann ákaft að því að bæta úr vandamálinu var bíllinn aftur kominn á götuna eftir 14 mínútur og 52 sekúndur.

Fyrir utan þetta eina stóra óhapp, þá var aksturinn að mestu leyti án nokkurrar uppákomu, þar sem ökutækið stöðvaðist aðeins vegna reglubundinna útskiptinga á ökumanni og vegna dekkjaskipta eftir smá óhapp með eitt dekkið.

(vefur Sunday Times Driving)

Fyrri grein

Nýr smábíll frá Tesla sagður á leiðinni

Næsta grein

Næsta kynslóð Mini Countryman á mynd og er nú „smíðaður í Þýskalandi“

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Næsta kynslóð Mini Countryman á mynd og er nú „smíðaður í Þýskalandi“

Næsta kynslóð Mini Countryman á mynd og er nú „smíðaður í Þýskalandi“

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.