Honda E verður nafnið á nýja evrópska rafbílnum frá Honda

Honda nefna nýja litla rafbílinn sinn Honda E þegar hann kemur í sölu í Evrópu á næsta ári.
Rafbíllinn mun verða frumsýndur í framleiðsluútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í september eftir að hafa verið sýndur í tveimur útgáfum sem hugmyndabíll, sú nýjasta í Genf á bílasýningunni í mars.
E er smíðaður á grunni afturhjóladrifins rafbíls og er búist við því að hafa svipaða 200 km fjarlægð sem Honda hélt fram um frumgerðina af E-bílnum sem sýnd var í mars.
E verður seldur í Evrópu og Japan, þar sem hann verður smíðaður, en sala í Bandaríkjunum er ólíklegt.
Rafbíllinn er hluti af rafmögnunarátaki Honda, sem sagði í fyrra að þeir væru að hætta með dísil-gerðir í stað tengitvinnbíla og rafmagns.
Honda hóf sölu á CR-V tengitvinnbílnum fyrr á þessu ári, sem var kynntur hér á landi á dögunum.
Nýr Jazz á næsta ári og Civic 2021
Á næsta ári mun bílaframleiðandinn hleypa af stokkunum nýjum Honda Jazz, litla bílnum sínum og þá með fullri tengitvinn-útgáfu. Jazz verður kynntur á bílasýningunni í Tókýó í október.
Nýr Honda Civic er síðan væntanlegur á Evrópumarkað á árinu 2021 mun einnig vera fáanlegur með fullri tengitvinn drifrás. Honda er að skoða möguleikana á að selja Civic sem tengitvinnbíl í Evrópu.
Honda hefur sagt að það vill að tveir þriðju hlutar ökutækja þeirra seldir í Evrópu 2025 verði knúnir rafmagni.
Framleiðsla á næsta Honda Civic fyrir Evrópu verður í Japan eftir að Honda sagði að það muni loka verksmiðjunum í Bretlandi árið 2021, sem smíðar Civic hatchback og verksmiðju sinni í Tyrklandi, sem framleiðir Civic sedan
?



