Hlægilegur, ljótur eða bara sniðugur?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Vulcain Lance XBUS er eitt undarlegt fyrirbæri. Hann er bæði pallbílll og sendibíll sem er 450 kíló og kemst allt að 600 kílómetra á rafmagninu. Nei, hættu nú alveg!

Bíddu, eitt í viðbót: Hann nær fullri hleðslu á 3 klukkustundum.

Auðvitað er þetta leikur að tölum á sinn hátt en samt er ekkert af þessu ósatt.

Verðið á grunnbílnum er um 17.000 evrur og svo er hægt að bæta við þann bíl þar til hann er orðinn að vörubíl eða jafnvel húsbíl. Sólarsellur spila stórt hlutverk í hleðslutölunum sem gefnar eru upp en þessi franski bíll er áhugaverður þó að upplýsingarnar séu ögn misvísandi á síðu framleiðandans.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar