Italdesign DaVinci – rafdrifinn hugmyndabíll:
Hér hafa ítölsku hönnuðirnir farið á flug!
Hér á árum áður sótti sá sem þetta skrifar bílasýninguna í Genf heim á hverju ári og oftar en ekki var það tilhlökkun að sjá hvað ítalska hönnunarhúsið ItalDesign myndi bjóða upp á á viðkomandi sýningum.
Samkvæmt fréttum (og myndum) frá Genf stendur þetta ítalska hönnunarhús enn undir nafni með frumsýningu á nýjum bíl ‚ sem þeir nefna DaVinci
Italdesign DaVinci er full rafmagnsútgáfa af „Grand Touring“ fólksbíl. Hann er með vængjahurðir að framan og aftan, sem yrði væntanlega skipt út fyrir hefðbundnar hurðir ef Italdesign finnur bílaframleiðanda sem vill framleiða bílinn.
Þeir sem fylgjast með nýjungum í bílaiðnaðinum hafa þegar í grundvallaratriðum séð nýja hugmyndabílinn frá Italdesign, vegna teikninga sem hafa þegar birst af bílnum, en nú höfum við raunverulegan bíl, ásamt nafni sem kynntur var í Genf. Hann er kallaður „DaVinci Concept“, og eins og listamaður Renaissance-tímans og uppfinningamaðurinn sem hann heitir eftir – og nálægt 500 ára afmælisdegi Leonardo DaVinci – er þetta bíllinn ber ýmislegt nýtt í skauti.
2+2 rafmagns GT
Italdesign kynnti DaVinci í Genf sem 2 + 2 rafknúinn GT Coupé með rafhlöðu í botni bílsins og tvöföldum rafmótorum, en hönnuðir ItalDesign segja að hann geti einnig tekið á móti 4,0 lítra V8, með drif á öllum hjólum. Eins og kom fram hér að framan – vængjahurðirnar eru til staðar.
Líkist Ford Mustang
DaVinci ber sterkan svip af Ford Mustang dagsins í dag, með langan framenda, lágan prófíl, breiða miðju og aftursveigða þaklínu, þó það virðist nokkuð lengra séð frá hlið. Það er fjöldi af loftflæðilínum á vélarhlífinni, framhlið og hurðum, og að aftan setja OLED afturljósin sinn svip undir skörpum vindkljúf sem nær út til hliða.
Í innanrými setja gríðarstórir þrír skjáir – einn á mælaborðinu, annar á miðjustokknum fyrir infotainment og sá þriðji fyrir farþega. Það er einnig Alcantara áklæði á öllu, þar á meðal á mælaborðinu og stýringum loftfrískunarkerfis, sem eru baklýstar.
En það vantar framleiðanda
Fyrirtækið hannaði og þróaði DaVinci í verksmiðju sinni í Moncarlieri, Ítalíu. En Italdesign segir að það hafi ekki getu til að koma bílnum í fjöldaframleiðslu og er í staðinn að bjóða upp á hönnunina til hvaða bílaframleiaðnda sem er sem vill smíða bílinn. Núna er það því spurningin hvaða bílaframleiðandi á undirvagn á stærð við 5-línuna frá BMW til að aka við boltanum og smíða bílinn!.







