Hekla kynnir Audi e-tron GT quattro til leiks
Hekla er að kynnna nýjan bíl frá Audi til leiks, Audi e-tron GT, rafdrifinn lúxussportbíl
Af því tilefni var gestum boðið á fimmtudaginn 15. september í Audi-salinn að Laugaveg 174 til að skoða glæsilegar Audi bifreiðar og njóta ljúfra veitinga.

Sameinar í senn sportlegan stíl og framsækinn lúxus
Audi e-tron GT quattro er alltaf fjórhjóladrifinn og sameinar í senn sportlegan stíl og framsækinn lúxus.

Aksturseiginleikarnir eru í fyrirrúmi og í innra rými má finna gnægð hversdagslegrar nytsemdar og fyrsta flokks gæða.
Ytri hönnun bílsins endurspeglar kraft og afkastagetu enda sýna hlutföll e-tron GT quattro svo ekki verði um villst að hér er á ferð ökutæki sem sameinar sportlega eiginleika og notagildi, segir í fréttatilkynningu frá Heklu.

Drægni allt að 475 km
Í Audi e-tron GT quattro nær hleðslan nýjum hæðum. Rafhlaðan hleðst úr 5% í 80% á skömmum tíma og er með hámarkshleðslugetu upp á 270 kW. Með fullhlaðinni rafhlöðu er drægni allt að 475 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hámarksafl rafmótoranna tveggja er allt að 350 kW eða 469 hestöfl.