Heimurinn elskar leiðinlega liti á bílum og hér er nýjasta sönnunin

143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Autoblog-vefurinn birti skemmtilega úttekt á því hvaða litir á bílum eru vinsælastir og kom í ljós að „sterkir litir“ eru ekki í hópi þeirra vinsælustu!

Það þarf ekkert annað en að kíkja á fullt bílastæði eða fletta í gegnum nokkrar vefsíður á netinu til að sjá hvaða litir eru vinsælastir á nýjum bílum í Ameríku. Fyrir þá sem hafa gaman af öllu litrófinu í regnboganum er útkoman ekki góð. Vinsælasti liturinn, samkvæmt gögnum frá iSeeCars.com, er hvítur og næst svartur. Svo grátt, svo silfur. Þetta er allt mjög einsleitt. Þessir grátóna litir eru 77,1% af heildinni.

Fyrsti raunverulegi „liturinn“ sem birtist á listanum er rauður; í 5. sæti með rúmlega 10% litahlutdeild. Blátt er næst með 9% og síðan fellur þetta hratt. Til að setja litleysið í samhengi setti Autoblog saman litaskífu. Eðlilega er hver sneið lituð til að passa við litina á bílunum.

Það er greinilegt að sumar af þessum sneiðum eru ansi þykkar, svo hér eru tölurnar:

Hvítur, 23,9%

Svartur, 23,2%

Grár, 15,5%

Silfur, 14,5%

Rauður, 10,3%

Blár, 9%

Brúnn, 1,4%

Grænn, 0,7%

Beige, 0,4%

Appelsínugulur, 0,4%

Gull, 0,3%

Gulur, 0,2%

Fjólublár, 0,1%

Athugið að þessi gögn eiga við um árgerðir 2014-2018 og við myndum satt að segja ekki vera hissa ef hlutirnir væru enn meira í átt að gráum litum núna.

Svo virðist sem bílaframleiðendur séu í raun að kafa í liti sem eru ekki svartir, með tónum á borð við grafít, títan og wolfram. Og ekki er við seljendur bíla að sakast því eflaust myndu þeir vilja mála bílana í hvaða lit sem viðskiptavinir óska.

Þettar á ekki eingöngu við um markaðinn í Bandaríkjunum því þeir hjá Autoblog skoðuðu eitt og annað sem leiddi í ljós að svart-hvíta-gráa sveiflan er jafn sterk í Póllandi og hún er í Bandaríkjunum. Samkvæmt gögnum frá PPG, einum af stærri framleiðendum á bílalakki í heiminum, er þetta sama sagan um allan heim.

(Frétt á vef Autoblog)

Svipaðar greinar