Dekk hafa áhrif á hröðun, hemlun og stýrisbúnað bílsins og eru það eina sem skilur að bílinn við veginn.
Því er mikilvægt að velja réttu dekkin öryggisins vegna, sérstaklega þegar allra veðra er von. Yfir vetrartímann stendur valið á milli heilsárs- eða vetrardekkja.
Í þessari grein er fjallað eiginleika beggja og hvernig þeir hafa áhrif á öryggi þitt.
Grundvallarmunurinn liggur í sérhæfðri verkfræði þeirra, gúmmíblöndu, mynstri og vottuðum merkingum sem að tryggja að dekkin séu hönnuð fyrir þær aðstæður sem til er ætlast.
Vetrardekk eru sérhæfð dekk, sérstaklega hönnuð fyrir kalt veðurfar. Frammistaða þeirra veltur á þremur mikilvægum þáttum.
- Gúmmíblanda vetrardekkja er mýkri og er því sveigjanlegri í frosti og viðheldur þá nauðsynlegu veggripi sem dregur verulega úr hemlunarvegalengd.
- Vetrardekk eru með dýpra mynstur og með fínum rifum (Lamellur). Þessar rifur virka eins og örsmáar gripklær sem auka veggrip við akstur og helmun. Í snjó mynda þessar rifur ‘’samtengingu’’ þar sem þær þjappa saman snjónum sem hjálpar bílnum við að viðhalda hreyfingu.
Mynsturdýpt hjálpar við að hreinsa burt vatn og slyddu sem stækkar snertiflöt grips sem aftur minnkar hættuna á því að ökumaður missi stjórn á bílnum í bleytu.
Mikilvægar merkingar sem votta að dekkið sé hannað fyrir norrænar aðstæður.
Athugið að ekki er mælt með að nota ónegld dekk hönnuð fyrir vetrarakstur allan ársins hring, mjúka gúmmíblandan er hönnuð fyrir kalt veðurfar og slitnar því mun hraðar á sumrin, sem leiðir til minni stöðugleika, lengri hemlunarvegalengdar og meiri hættu á vatnsfloti.
Vetrardekk eru einnig fáanleg með nöglum (nagladekk) sem notast þá við tækni sem að veitir meria grip þegar hálka er á vegum. Naglar grafa sig inn á yfirborðið, veita aukinn stöðugleika og stjórn en eru um leið háværari, valda vegsliti og hafa minna grip á þurru malbiki.
Heilsársdekk sameinar eiginleika sumar- og vetrardekkja. Heilsársdekk eru vinsæll kostur þar sem þau spara bæði fyrirhöfn og kostnað við árstíðarbundin dekkjaskipti.
- Mynstur og gúmmíblanda heilsársdekkja eru hönnuð til að aðlagast árstíðabreytingum, sem þýðir að ef álag er of mikið í snjó, getur grip á þurrum vegum versnað og öfugt.
- Heilsársdekk henta ökumönnum sem aka um svæði sem minna er um frost eða snjókomu. Heilsársdekk geta því verið góður kostur fyrir bíla í borgarumhverfi en eru ekki fullkomin lausn fyrir íslenskan vetur með mikilli hálku og umhleypingasömu veðri.
Öryggismerkingar
Besta leiðin til að meta hæfni dekkja er að skoða merkingarnar sem eru greyptar í hlið dekksins.
3PMSF (Three Peak Mountain Snowflake)
- Segir að dekkið sé hannað fyrir drullu og snjó, en er ekki vottað með prófunum.
Þetta er ekki annað en merking frá framleiðandanum sjálfum, og þar með ekki marktækt sem annað en upplýsingar.

Þetta merki þýðir að dekkið hefur staðist staðlaðar prófanir fyrir akstur í miklum snjó og er vottað fyrir vetrarakstur og norrænt veðurfar.
M+S (Mud & Snow)
- Einungis 3PMSF tryggir staðfest öryggi í kulda

Aðrar merkingar
Ice grip symbol

Tryggir að dekkið hafi verið prófað á ís og bætir hemlun að lágmarki 18% miðað við viðmiðunardekk.
Mynsturdýpt merking
- Þráður sem lliggur í gegnum mynsturdýpt dekksins sem segir til um hvort að eiginleikar og líftími sé í lagi.

Heilsársdekk geta boðið uppá ákveðin þægindi yfir árið en þau ná ekki alltaf þeim öryggisþáttum sem þarf að huga að í íslenskum aðstæðum, sem ónegld eða negld vetrardekk geta tryggt.
Mikilvægt er að stuðla að auknu öryggi og nota vottuð vetrardekk (3PMSF eða IceGrip). Hægt er að treysta því að rétt dekk við ákveðnar aðstæður eru ávallt betri. Í kulda, hálku og miklum snjó eru þau alltaf öruggari og áreiðanlegri kostur.


