Laugardagur, 11. október, 2025 @ 11:43
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hægt að fara í bíltúr á gömlum sportbílum á Costa Blanca

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
22/07/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 10 mín.
271 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Margir Íslendingar hafa í áranna rás lagt í ferðir á Spánarstrendur, og „hvíta ströndin“ eða Costa Blanca hefur verið með þeim vinsælli. Heimsóknir Íslendinga á þessu svæði hafa dreifst marga staði allt frá Torrevieja í suðri og norður til Calpe, en meginstraumurinn hefur þó verið til Benidorm og nágrannabæjanna.

En margir þessara ferðalanga eru að leita sér að einhverju að gera, og stundum að einhverju sem er „öðru vísi“.

Á dögunum fréttum við af nýrri afþreyingu sem er sniðin að bílaáhugamönnum, einkum þeirra sem hafa áhuga á gömlum sportbílum og eðalbílum.

Það er nefnilega hægt að bregða sér í ökuferðir á gömlum eðalbílum og sportbílum, þar á meðal enskum og þýskum. Nýlega var stofnað á þessum slóðum nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að leigja út svona bíla, CLUB 55 CLASSIC CARS.

Fyrirtækið er rétt fyrir utan strandbæinn Moraira, sem er skammt fyrir norðan Calpe.

Í raun er fyrirtækið alveg nýtt, hefur aðeins starfað í nokkra mánuði, en það var einn landi okkar, Ingvar Gissurarson, sem býr í nágrannabænum Jaeva, sem er í 5 kílómetra fjarlægð frá CLUB 55, sem benti okkur á þennan afþreyingarmöguleika.

Ingvar þekkja margir áhugamenn um gamla bíla á Íslandi, einkum sem viðgerðarmaður á Jaguar-bílum og mótorhjólum

Ingvar þekkir vel til eigenda CLUB 55 og kom okkur í samband við þá, einkum einn stofnendanna, Gary Crates.

Sameiginleg ástríða kom fyrirtækinu af stað

„Ástríða okkar félaganna, David og mín fyrir bílum og akstursíþróttum leiddi okkur saman til að búa til Club 55 klassíska bíla“ sagði Gary þegar hann var að sýna okkur aðstæðurnar í fyrirtækinu þeirra.

Gary Crates.

Gary hefur unnið, ferðast og búið í mörgum löndum um allan heim. Undanfarin 3 ár, deildi hann tíma sínum á milli Genfar og Spánar, og tileinkaði sér meira af tíma sínum í klassískt bílaverkefni sitt, skipulagningu „Grand Tours“ um alla Evrópu. David hefur komið á svæðið næstum árlega síðan hann var 8 ára strákur.

Árið 2017 ákvað hann að nýta tækifærið til að búa varanlega hér á Spáni og koma þeirri hugmynd í gang að hefja starfsemi með klassíska bíla á Costa Blanca. Í mörg ár hafa báðir félaganna haft brennandi áhuga á bílum, klassískum bílum og akstursíþróttum.

Það var síðan á bensínstöð í nágrannabænum Benitachell sem þeir hittust fyrir slysni árið 2020. David fékk sér bensín á sinn TR3 og Gary var að kaupa eitthvað og bílaumræðan byrjaði.

Þetta er í hnotskurn hvernig Club 55 klassískir bílar byrjar. Nokkrum mánuðum seinna á árinu 2021 opnuðu þeir Club 55 CLASSIC CARS í Moraira sannfærðir um að fyrirtæki þeirra sem byggist á sígildum bílum og verslun með þá muni höfða til hinna fjölmörgu bílaáhugamanna á Costa Blanca.

Áhugamenn – og konur um klassíska bíla eru á öllum aldri og hér er Gary að sýna eldri hjónum rauða Mustanginn sinn.

Viðgerðarmaðurinn Pete

En gamlir bílar byggja á góðu og vönduðu viðhaldi. Gary sagði mér að þeir væru ofurheppnir að hafa innan sinna raða bifvélavirkja af gamla skólanum sem kynni sérstaklega gömlu bresku bílana eins handarbakið á sér.

Þessi félagi þeirra, Pete að nafni,  fæddist í Oldham á Englandi og byrjaði sem vélvirki aðeins 16 ára að aldri.

Hann starfaði í verknámi hjá Ford Motor Company og stofnaði aðeins 21 árs aldur sitt eigið verkstæði, þar sem hann vann við viðhald á mörgum breskum bílum, sérstaklega Mins, Triumph & Jaguar / Daimlers. Hann kom víða við á liðnum árum, en hin sanna ástríða hans er klassískir bílar.

Eða eins og Gary sagði: „einkunnarorð hans eru „viðgerð, ekki skipta út“, sem eru sérstaklega viðeigandi í eldri bílum. Pete er hin sanni vélvirki sem raunverulega veit hvernig á að laga vandamál, sem er eiginleiki sem er að verða mjög sjaldgæfur.

Eftir að hafa farið á eftirlaun Pete gat ekki komið klassískum bílum út úr kerfinu sínu. Hann er skólabókardæmi um vélvirkja með „55“ ára ótrúlega dýrmæta reynslu undir belti, sem er frábær viðbót við Club 55 liðið“ sagði Gary.

Ingvar Gissurarson tók undir þetta og sagði þetta vera með einum að þeim frábærari mönnum sem hann hafði kynnst í þessum bransa.

Klúbbhúsnæðið er stórt á annari hæð yfir fyrrum verslunarmiðstöð, en verkstæði og bílageymsla er bakatil á neðri hæðinni.

Tæknileg aðstoð og þjónusta

Gary sagði mér að með Pete í forsvari í þjónustunni með áratuga dýrmæta reynslu sem þeir bjóða félagsmönnum aðgang að „innri“ tækniþjónustu okkar og höldum bílnum „tilbúnum í aksturinn“.

Meðal þess sem þjónustudeild CLUB 55 býður uppá er:

  • Fyrirbyggjandi viðhald
  • Minniháttar viðgerðir og þjónusta
  • 120 punkta full bílskoðun og skýrsla sem nær yfir 360 ° innan og utan, undir ökutæki, undir vélarhlífinni og valfrjálst aksturspróf

Þar sem klassískir bílaáhugamenn koma saman ..

„Með einstaka viðveru okkar hér á Costa Blanca bjóðum við meðlimum okkar möguleika á að njóta reynslu sígildra bíla í einkaklúbbsumhverfi, þar sem við erum með vikulegar uppákomur og fundi“, segir Gary.

„Við bjóðum upp á breitt úrval þjónustu við eigendur klassískra bíla og akstursupplifun fyrir áhugamenn um klassíska bíla sem og úrval af fallegum bílum sem raunverulega er hægt að kaupa ef þeir svo vill verða! Metnaður okkar er að gera öllum kleift að njóta ástríðu síns klassíska bíls í sólríku umhverfi Costa Blanca og blanda geði við svipaða áhugamenn.

Ökuferðir

„En einn aðalþátturinn í starfsemi okkar er að bjóða upp á ökuferðir í klassískum bílum“, segir Gary.

„Komdu og vertu með okkur í hálftíma, eða heilsdagsferð og njóttu ökuferðar um tignarleg fjöllin eða meðfram fallegu strandlengjunni við Costa Blanca, veldu úr safni okkar klassískra bíla og stilltu klukkuna 50 ár aftur í tímann“.

Hálfsdagsferðir kosta frá 295 evrum, eða sem svarar um 43.000 íslenskum krónum, en heildagsferðir með máltíð kosat um 495 evrur eða um 72.300 krónum á gengi dagins

„Drivers Club 55“

„Þá geta áhugasamir komið í heimsókn í „Drivers Club 55“ einkaklúbb fyrir bílaáhugamenn og akstursíþróttamenn, þar sem gestir geta hitt og spjallað við áhugamenn með sömu áhugamál, við erum með stóran skjá fyrir mótorsportviðburði og skipulagt óformlegar ferðir og viðburði á staðnum“, sagði Gary Crates að lokum.

En þetta er nú aðeins skrifað til gamans og fróðleiks, en ef einhverir eru á leiðinni á þessar slóðir þá er hægt að leita sér nánari upplýsinga á heimasíðu þeirra: www.club55classiccars.com eða senda þeim línu á info@club55classiccars.com

Margvíslegir bílar í boði

Klúbburinn skipuleggur „hitting“ á sunnudögum frá 10-13, og þá er hægt að líta við, skoða bílana sem þeir hafa í boði og eins bíla félagsmanna í klubbnum sem koma á sínum bílum og stilla þeim upp á útisvæðinu.

Þar mátti þennan sunnudaginn sjá margvíslega og flotta bíla, sem skoða má nánar á meðfylgjandi myndum:

Meðal bílanna á planinu þennan sunnudaginn var þessi flotti Bentley.
Sérlega fallegt eintak af þessum Benz-sportbíl vakti mikla athygli, enda mjög vel gerður upp og innréttingin í grænu leðri er falleg.
Bjallan stendur alltaf fyrir sínu- og ekki er vera með hana í þessari útgáfu í hitanum á Costa Blanca.
Þessi gerð af Jaguar MK2 er gullfallegt eintak og að utan nánast alveg upprunalega að sögn Ingvars Gissurarsonar sem kom að því að gera hann upp. Sætin voru bólstruð upp og það má vart sjá annað en að þau séu alveg upprunaleg. Þessi bíll er svipaðu og bíllinn sem Halldór Laxnes átti, en miklu betur búinn og flottara eintak.
Tveir Ford Mustang settu sinn svip á planið.
Og ekki vantaði Porsche í hópinn.
Bresku sportbílarnir settu sinn svip á hópinn þennan daginn, og þar á meðal Triumph í nokkrum útgáfum.
…þar á meðal þessi gullfallegi TR 250.

Myndir: Jóhannes Reykdal.

Fyrri grein

Fyrstu hemlarnir

Næsta grein

Audi að hætta með A1

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
Audi að hætta með A1

Audi að hætta með A1

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025
Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.