Gullna stýrið 2022: sigurvegararnir
Þetta eru bestu bílar ársins 2022 að mati Auto Bild og lesenda þeirra
Hvaða bílar fengu mikilvægustu bílaverðlaun ársins – Gullna stýrið 2022?
Vinningshafar eftirsóttustu bílaverðlauna Evrópu hafa verið valdir! Lesendur og dómnefndarmenn AUTO BILD og BILD am SONNTAG völdu bestu bílana í ár.
Auk þess voru veitt verðlaun fyrir bestu nýjung ársins og fyrir fallegasta bílinn.
Tvö gullin stýri til viðbótar fóru til frambjóðenda sem kynntir voru sem bjóða upp á besta verðmæti allt að 30.000 evrur og allt að 50.000 evrur.


Verðlaunahafarnir 2022
Framleiðendur eftirfarandi gerða geta hlakkað til mikilvægustu verðlaunanna í greininni:
? Litlir og minni bílar: BMW 2 Series Coupé
? Mið- og stærri bílar: Nio ET7
? Minni sportjeppar: Kia Niro
? Meðalstærðarsportjeppar: Skoda Enyaq Coupé RS iV
? Lúxus sportjeppar: Porsche Cayenne Turbo GT
? Sportbílar: Porsche 718 Cayman GT4 RS
? Fjölskyldubílar: VW ID.Buzz
? Fallegasti bíllinn: Mercedes-AMG SL
? Besti bíllinn undir 30.000 evrum: Dacia Jogger
? Besti bíllinn undir 50.000 evrum: Opel Astra
? Besta nýsköpun: Lightyear 0
Hvernig var valið framkvæmt?
Til upprifjunar: Í fyrsta skrefi völdu lesendur sína uppáhalds bíla.
Ritstjórn AUTO BILD kynnti 47 nýjar útgáfur: bensín, dísel, rafbíla. Bílaflokkarnir voru blandaðir, ekki aðskildir.
Í bílaflokkunum sjö réði atkvæði lesenda hvaða 3 efstu bílar komust í úrslit á DEKRA-Lausitzring-brautinni.
Lesendur völdu líka „fallegasta bíl ársins“ úr öllum bílunum. Lesendur kusu líka 3 bestu nýjungar ársins.
Sérfræðidómnefnd ákvað síðan sigurvegarann. Ritstjórn blaðanna valdi bestu bílana í verðflokkunum tveimur.

Flokkur „Litlir og minni bílar“

Sigurvegari: BMW 2 Series Coupé
Afl: frá 156 til 374 hö
Sérstakir eiginleikar: 2 Series Coupé stendur fyrir klassísk BMW gildi, byggir á afturhjóladrifi og sex strokka vél. Öflugu bensínvélarnar skila krafti sínu á öll fjögur hjólin.
Flokkur „Mið- og stærri bílar“

Sigurvegari: Nio ET7
Afl: 648 hö
Sérstakir eiginleikar: Nio byrjar í Þýskalandi með stóra rafbílnum ET7. Allt að 700 kílómetra drægni. Áhugavert fyrir alla sem vilja ekki hlaða: Nio er líka að skipuleggja rafhlöðuskiptastöðvar.
Flokkur „Minni sportjeppar“

Sigurvegari: Kia Niro
Afl: frá 141 til 204 hö
Sérstakir eiginleikar: Kia treystir á (rafmagnaðan) akstursfjölbreytileika. Nýja útgáfan af Niro er fáanleg sem tvinnbíll, tengi- eða rafbíll með 460 km drægni.
Flokkur „Meðalstærðarsportjeppar“

Sigurvegari: Skoda Enyaq Coupé RS iV
Afl: 299 hö
Sérstakir eiginleikar: Auk hinnar klassísku jeppagerðar býður Skoda einnig fullrafmagnaðan Enyaq, hlaðbak – og sem sportgerð RS. Þrátt fyrir mikið afl ætti hann að geta ekið allt að 504 kílómetra.
Flokkur „Lúxus sportjeppar“

Sigurvegari: Porsche Cayenne Turbo GT
Afl: 640 hö
Sérstakir eiginleikar: Porsche Cayenne er hvort sem er talinn sportbíll meðal jeppa. Sem Turbo GT, vill bíllinn frá Stuttgart komast enn hraðar– á allt að 300 km/klst.
Flokkur „Sportbílar“

Sigurvegari: Porsche 718 Cayman GT4 RS
Afl: 500 hö
Sérstakir eiginleikar: Gildi fyrir hestöfl og spyrnu voru ekki í brennidepli í þróun GT4 RS, heldur leggur Porsche áherslu á hámarks aksturseiginleika.
Flokkur „Fjölskyldubílar“

Sigurvegari: VW ID.Buzz
Afl: 204 hö
Sérstakir eiginleikar: Rafmagnsrútan frá VW er enn auðveld í akstri 4,70 metrar að lengd en er samt rúmgóð. Drægni: um 400 kílómetrar á einni hleðslu.
Flokkur „Fallegasti bíllinn“

Sigurvegari: Mercedes-AMG SL
Afl: frá 381 til 585 hö
Sérstakir eiginleikar: AMG sportdeildin hjá Mercedes sá um nýju útgáfuna. Það er aftur komin V8 vél en í fyrsta skipti er líka fjögurra strokka.
Flokkur „Besti bíll undir 30.000 evrum“

Sigurvegari: Dacia Jogger
Afl: frá 101 til 110 hö
Sérstakir eiginleikar: Nýi „sendibíla-jeppinn“ með háþaki byggir á miklu plássi, býður upp á valfrjálsa þriðju sætaröð – og skorar með lágu verði. Aðeins sem bensínvél, með rafrænum stuðningi ef þess er óskað.
Flokkur „Besti bíll undir 50.000 evrum“

Sigurvegari: Opel Astra
Afl: frá 120 til 180 hö
Sérstakir eiginleikar: Fyrirferðalítill Opel kemur í nýju útgáfunni með nýju fjölskylduandliti. Bensín-, dísil- og tengtvinn útgáfur eru nú í boði.
Flokkur „Besta nýsköpun“

Sigurvegari: Lightyear 0
Fyrsta sólarrafmagnsfarartækið kemur á markaðinn: Lightyear 0 frá Hollandi. Fimm fermetrar af sólarsellum á þaki og húddi gerir kleift að ferðast allt að 70 kílómetra á dag með því að nota eingöngu sólarorku. Heildardraægni: allt að 695 km.
(byggt á fréttasíðu Auto Bild)