Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 4:58
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Gleymdi að hann keypti eðalvagn

Malín Brand Höf: Malín Brand
26/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Popparinn Noel Gallagher, sem oft er kenndur við hljómsveitina Oasis, er ekki með bílpróf. Það hefur þó ekki hindrað hann í bílakaupum. Það væri ekki í frásögur færandi nema sökum þess að hann keypti eitt sinn Jaguar fyrir 20 milljónir en steingleymdi því.

Gleyminn? Eða bara rosalega upptekinn náungi? Skjáskot/YouTube

Fyrrum gítarleikari Oasis, Noel Gallagher, varð mjög hissa þegar bílaflutningavagn stoppaði fyrir framan húsið hans með gasalega flottan Jaguar Mark II árgerð 1967. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og horfði heillaður á ökutækið.

Í ljós kom að hann hafði, tveimur árum fyrr, keypt bílinn og látið sérfræðinga gera drossíuna upp. Það gerðu þeir og að verki loknu var bíllinn sendur heim til verkkaupans. Sá hafði steingleymt þessu öllu saman og varð að vonum undrandi.

Hann greindi frá þessu fyrir einhverjum árum síðan og segir sagan að bíllinn hafi farið beint inn í skúr og staðið þar óhreyfður síðan. Hvort það sé satt og rétt, þ.e. að enginn hafi ekið bílnum síðan þá, látum við liggja á milli hluta. Ljóst þykir þó að popparinn hafi ekki ekið honum þar sem hann hefur aldrei lært að aka bíl.

Í bresku sorp…afsakið, bresku pressunni, var haft eftir Gallagher að hann hafi á þeim tíma (sem hann keypti bílinn), ætlað sér að læra að aka. Það hafi hann þó ekki gert og þess vegna ekki hugsað meira um bílinn sem hann keypti fyrir tæpar 20 milljónir króna.

Úr viðtali sem hér er vitnað í. Skjáskot/YouTube

Hér er hlekkur á viðtal þar sem Noel Gallagher var spurður út í „dýrustu mistökin“ og þá nefndi hann einmitt þessa sögu; söguna af Jagúarnum.

Þetta er fremur sérstakur „fyrsti bíll“ en Gallagher sagðist hafa keypt hann því þeir væru af sömu árgerð: 1967. Reyndar kemur fram í viðtalinu sem vitnað er í hér að ofan að einu sinni hafi bílnum verið ekið (konan hans ók, enda með bílpróf) en síðan hafi Jaguar-inn staðið óhreyfður. Þetta rennir stoðum undir sögusagnirnar sem voru þá ekki alveg út í bláinn.

Bíllinn virðist vera til sölu núna á 125.000 pund (tæpar 22 milljónir króna) en nú er stóra spurningin hvort nokkur þori að kaupa bílinn ef ske kynni að eigandinn, Noel nokkur Gallagher, skyldi hafa gleymt að hann ætlaði að selja bílinn. Bíllinn er í góðu standi, ónotaður og vel upp gerður en tæknilegar upplýsingar um bílinn má finna hér.

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Húmoristinn Häkkinen 

Næsta grein

Elon Musk lærði ekki hjá Heiðari Ástvalds

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Elon Musk lærði ekki hjá Heiðari Ástvalds

Elon Musk lærði ekki hjá Heiðari Ástvalds

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.