Glæsivagnar á ýmsum aldri og allir flottir

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Heimsókn í klúbb klassískra bíla á Spáni haustið 2019:

Glæsivagnar á ýmsum aldri og allir flottir

Hér á Spáni eru fornbílar og glæsivagnar mjög í hávegum hafðir og starfræktir eru bílaklúbbar þar sem eigendur slíkar bíla hittast reglulega, sýna sig og sýna bíla og spjalla um allt milli himins og jarðar – en þó aðallega bílana sína.

Einn slíkur klúbbur er á þessu svæði á Spáni þar sem blaðamaður bílabloggs dvelur þessa dagana [Ath. grein frá október 2019], „Marina Alta Classic Car Club“.

Eini Íslendingurinn í klúbbnum, Ingvar Gissurarson, sem er búsettur hér á Jáeva, og margir bíláhugamenn á Íslandi þekkja, á þennan forláta Jaguar – sem sómdi sér vel á milli hinna glæsivagnanna.

Klúbburinn var stofnaður af Peter Martin og Bertrand Lewinson árið 2000. Síðan þá hefur klúbburinn orðið vinsælasti klassíski bílaklúbburinn á Marina Alta svæðinu og er viðurkenndur á alþjóðavettvangi.

Í klúbbnum eru nú yfir 125 félagar frá fjölmörgum löndum; belgískir, breskir, hollenskir, franskir, þýskir, ítalskir, norskir, spænskir og aðrir – þar á meðal frá Íslandi, sem njóta margvíslegs ávinnings, þar á meðal mánaðarlegra funda fyrir kaffi og spjall, mánaðarleg mót á Spáni, 3 daga voratburður, 4 daga haustmót, og margt fleira.

Félagarnir hittast annan sunnudag í mánuði í Saxo Disco Garden í Moraira, sem er næsti bær við Jáeva, þar sem dvalið er hér þessa dagana, og í dag var blaðamaður bílabloggs svo heppin að slást í för með Ingvari Gissurarsyni og Gissuri syni hans, en Ingvar á forláta Jaguar og er þar með að sjálfsögðu félagi í þessum klúbbi.

Það var greinilegt þegar við komum til Moraira að það er sterkt félagslegt andrúmsloft innan klúbbsins sem gefur meðlimum tækifæri til að spjalla og skoða bílana á staðnum, setjast niður og fá sér kaffi eða annað við hæfi.

Meirihluti félaganna sem hittist þennan daginn eru með rætur á Bretlandi og margir hverjir í eldri kantinum – eins og bílarnir þeirra!

Gamli og nýir en allir flottir

Það var alveg hægt að missa sig í myndatökunum á bílaplaninu við klúbbinn þar sem menn hittast þessa sunnudagsstund. Bílarnir voru af fjölmörgum gerðum og á mismunandi aldri, en allir flottir og vel til hafðir. Einn gamall rauður MG vakti mikla athygli en það kom síðar í ljós að þetta var „endurgerð“ slíks bíls en svo vel gerð að það mátti vel trúa því að þetta væri „original“ bíll.

Það gladdi „gamla blaðamanninn“ ofan af Íslandi að sjá þennan Liberty Sport á bílastæðinu við klúbbinn, því annar nákvæmlega eins bíður heima í Mosó

Sumir komu jafnvel til fundarins á mótorhjólinu sínu, þar á meðal vinahjón Ingvars, sem komu á sínu Harley Davidson hjóli, og eiginkona í öllu bleiku vegna þess að núna er bleiki mánuðurinn.

Ekki var annað að sjá en að þessi gamli rauði MG væri bara „original“ en svo var ekki, heldur forláta endurgerð!

Facebook síða klúbbsins: SMELLIРHÉR.

En látum myndirnar tala og núna geta menn reynt hver fyrir sig að finna út hver er nú hvað og svo framvegis…

[Greinin birtist fyrst í október 2019]

Svipaðar greinar