Gjörsamlega óþekkjanlegur Ram TRX

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Dodge Ram TRX 2022 er einn sá svakalegasti pallbíll sem völ er á í dag. 6,2 lítra Hemi V8 vélin í bílnum er betur þekkt sem Hellcat en 708 hestöfl koma þessum bíl úr 0 í 100 km/klst á 3,7 sekúndum og kvartmíluna fer hann á 12,3 sekúndum.

Þess vegna er ekkert grín að missa stjórn á svona ökutæki, eins og bílstjóri nokkur í Kaliforníu komst að á dögunum. Á splunkunýjum Ram TRX dúndraði hann á lítinn flutningabíl (sjá neðstu tvær myndirnar) reif alla hliðina á þeim bíl og tók svo nokkrar veltur þar til hann stöðvaðist nokkuð lagt frá.

Ótrúlegt en satt þá slasaðist hvorugur bílstjórinn alvarlega. Hér er hlekkur á myndband þar sem verið er að losa og fjarlægja brakið en það er frekar langt og tekið í ljósaskiptunum.

Óhætt er að draga þá ályktun að hraðinn á TRX-inum hafi verið nokkur en sjónarvottar munu víst hafa nefnt það.

Séð aftan frá – palllokið er næst okkur og vinstra megin er þakið. Myndir/YouTube/Pepes
Enn er hann óþekkjanlegur
Hér er allt virkilega klesst eins og hann sé hálfnaður í ferlinu í pressunni
Eitt og annað kunnuglegt frá helst til óvanalegu sjónarhorni
Þegar búið var að velta honum við mátti loks sjá að þetta „var“ Ram TRX
Ótrúlegt að bílstjóri hafi sloppið svo gott sem óslasaður frá öðru eins!
Hinn bíllinn var líka í döðlum

Svipaðar greinar