Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 16:48
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – 2/4

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
30/11/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 6 mín.
278 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – 2/4

Við höldum áfram að skoða hugmyndabíla sem voru allir allt of sérstæðir til að fara nokkru sinni í sölu
Richard Dredge hjá Autocar vefsíðunni hefur tekið saman lista yfir 55 sérstæða hugmyndabíla. Við ætlum að skipta þessu niður í fjóra hluta og ætlum að skoða núna annan skammtinn af fjórum í dag:

Citroën Karin (1980)

Citroën Karin var verk Trevor Fiore (fæddur 1937), sem væntanlega hafði fengið sér of stóran skammt af Toblerone súkkulaði á þeim tímapunkti að hann teiknaði þennan frekar þríhyrningslaga hugmyndabíl.

Með miðlægri akstursstöðu var ökumaður með farþega á hvorri hlið og fyrir aftan, útlitið var í anda McLaren F1.

IAD Alien (1986)

Þó að Alien-bíllinn (geimveran) hafi verið frávik frá venjunni, þá var lykiltæknin sem bíllinn forsýndi dauðadæmd frá upphafi – tæknin þar sem hægt er að taka aflgjafann frá.

Samt sem áður tókst „Geimverunni“ stórkostlega að vera einn af mestu töfrandi ofurbílum sem skapaður hefur verið.

Italdesign Machimoto (1986)

Milli bíls og mótorhjóls, Machimoto var ætlað að vera með ódýran flutningsmáta fyrir allt að níu manns í þróunarlöndum – greinilega var ekki búist við að þægindi og öryggi væru of hátt á dagskrá.

Peugeot Proxima (1986)

Árið 1986 var hraðskreiðasti og glæsilegasti Peugeot sem hægt var að kaupa túrbó 205 með fjórhjóladrifi. Verksmiðjur fyrirtækisins bjuggu til 309, 504 og 604, en samt hafði fyirtækið þá áræðni sýna bíla eins og 2.8 V6 Proxima með tvítúrbó, sem pakkaði 600 saman hestöflum og fjórhjóladrifi (að hluta).

Chrysler Voyager III (1990)

Hér var hugmynd aðskilin frá raunveruleikanum. Hönnunarteymi Chrysler kom með þriggja sæta borgarbíl sem hægt var að tengja við sérstakan aftari „belg“ sem gerir Voyager III kleift að verða átta sæta fólksbíll. Hversu handhægt – eða hvað?

Italdesign Columbus (1992)

Lúxus smárúta knúin V12 vél hljómar eins og eitthvað mjög svo ágætt, en þegar þú pakkar honum inn í yfirbyggingu sem lítur út eins og flugvél eða þota sem hrapaði á fólksflutningabíl, þá er hann skyndilega ekki svo góður…

Renault Zoom (1992)

Borgarbílar eru oft aðlaðandi vegna lágs verðs, sem næst oft með því að halda flækjustiginu í lágmarki. Það var greinilega enginn að segja Renault frá þessu, því í tengslum við Matra framleiddi franska sérsmíðafyrirtækið ef til vill flóknasta smábíl frá upphafi, með flókinni fjöðrun að aftan sem gerði kleift að breyta hjólhafi hans eftir aðstæðum. Einmitt það sem heimurinn þurfti – eða þannig!.

Mitsubishi ESR (1993)

Hugmynd Mitsubishi um vistfræðilegar vísindarannsóknir var tilraun um græna tækni. Allt mjög lofsvert, en hvers vegna ætti einhver bíll að vera svona ljótur? Að framan leit ESR allt í lagi út, en frá öllum öðrum sjónarhornum var þetta hörmulegt klúður – hönnuðirnir völdu upphaflega hönnun með einum kassa, breyttu síðan um skoðun og breyttu í allt annan afturenda.

Renault Racoon (1993)

Taktu þyrlu, fjarlægðu þyrluspaðana og settu síðan hjólasett sem er fest með flóknasta fjöðrunarkerfi sem hægt er að hugsa sér – og þú hefur Renault Racoon, sem svaraði spurningu sem enginn hafði nokkurn tíma spurt.

Toyota Raum (1993)

Toyota lýsti því yfir sem „hagnýt tilboð fyrir næstu kynslóð fjölskyldubíls“ – en sem betur fer reyndist þessi spá ónákvæm. Á tíunda áratugnum kom fram fullt af bílum í ekki svo góðum hlutföllum og gleymdust fljótt, en jafnvel þeir verstu voru sjaldan eins slæmir og þessi. Með fáránlega slæmri hlutfallslegri miðjulínu leit Raum út eins og gullfiskaskál á hjólum.

Dodge Neon Expresso (1994)

Expresso leit út eins og eitthvað sem ekið var beint út úr teiknimynd, með furðulegum sveigjum alls staðar, frá yfirbyggingu til glugga. Með hönnun sem var innblásin af „stórborgarleigubílum“ var Expresso talinn vera endurhönnun fjölskylduleigubílsins – en Dodge hélt því fram að „hugmyndin væri byggð á vettvangi hins skemmtilega Neon“. En þetta var hugmynabíll sem hafði engan trúverðugleika.

Ford Indigo (1996)

Indigo bauð ekki einu sinni minnsta skammt af raunveruleikanum. Kappakstursbíll fyrir vegina, það var engin veðurvörn, hvergi hægt að geyma farangur og 6 lítra V12 sem sat fyrir aftan höfuð farþeganna til að gefa 290 km/klst hámarkshraða.

Italdesign Formula 4 (1996)

Italdesign lagði af stað með góðan ásetning hér – að búa til sportbíl á viðráðanlegu verði fyrir unga ökumenn. Svo synd að þetta var niðurstaðan; hræðileg blanda af gömlu og nýju sem var óhagkvæmt og voðalega tilgerðarlegt.

Fyrri grein

Hönnunarteikningar af nýjum lúxusbíl frá Buick yrði frábært flaggskip

Næsta grein

Alþjóðleg alþýðuhetja

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Alþjóðleg alþýðuhetja

Alþjóðleg alþýðuhetja

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.