Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:19
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Garðar Steingrímsson ekur 1957 árgerð af Ford Fairline Skyliner

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
28/08/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Fornbílar
Lestími: 7 mín.
562 11
0
274
DEILINGAR
2.5k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fyrir tæpum sextíu árum, um mitt árið 1957 kynnti Ford blæju harðtopp en sá var settur í fjöldaframleiðslu. Bíllinn heitir Ford Fairline Skyliner.

Eðvarð Hreiðarsson flutti þennan svarta Skyliner inn árið 2005 en bíllinn var keyptur frá Florida. Garðar átti annan Ford Fairline fjögurra dyra árgerð 1956, bláan að lit sem hann hafði sjálfur flutt inn í samvinnu við vin sinn.

Það var árið 2007. En þegar Garðar heyrði af áformum um að þáverandi eigandi vildi selja svarta fákinn, beið hann ekki boðanna og keypti bílinn.

Hann átti því tvo Ford Fairlane í nokkurn tíma.

Bíll þessi var hugarfóstur Ford-verkfræðingsins Gil Spears en hugmyndin var upphaflega ætluð fyrir 1956 árgerðinna af Lincoln Continental, en stóraukin sala á Continental kom í veg fyrir þær vangaveltur svo hugmyndin um hreyfanlega harðtoppinn var færð yfir í Ford deildina.

Slógu Chevrolet við

Árið 1957 gekk vel hjá Ford og þeim tókst loksins að slá sölu Chevrolet við í fyrsta skipti í áratugi.

Með verulegri aukningu hagnaði flæddu peningarnir til vöruþróunar hjá Ford.

Skyliner stuðlaði að þessum tímamótaárangri, ekki aðeins með því að selja rétt tæplega um tuttugu og eitt þúsund bíla, heldur einnig með því að draga mikinn mannfjölda inn í sýningarsali Ford til að verða vitni að þessu verkfræðilega undri.

Forsetinn átti Skyliner

Jafnvel þáverandi forseti, Dwight D. Eisenhower, vildi að hafa glæsilegan, nútímalegan Skyliner í bílskúrnum sínum.

Stíllinn var ekki bara spennandi, heldur loforð Ford um nýja „draumabílinn“ og það kom Ford í nýjar hæðir í sölu.

Upphaflega frönsk hugmynd

Þó að hugmyndina um inndraganlegan harðtopp megi rekja alla leið aftur til 1934 árgerðar af Peugeot 601 seríunnar, tókst Gil Spear, yfirmanni Ford Advanced Design Studio, að fullkomna hugmyndina og kynna hana fyrir kaupendum.

Ben Smith, ungur verkfræðingur sem áður starfaði hjá GM, var falið að hanna vélræna hluta harðtoppsins og fékk aðeins 18 mánuði til að fullkomna hann.

Rafmótorar sem knúðu toppinn

Hann hannaði kerfi rafmótora sem heldur betur voru nýstárlegir á þessum tíma. Tæknin gerði ökumanni kleift að opna eða loka toppnum með því að ýta á einn hnapp.

En það sem var kannski ennþá mikilvægara, að bíllinn leit jafnvel út hvort sem hann var með toppinn uppi eða aftur í skotti.

En þeir 284 Fairline Skyliner bílar með þessum fídus sem runnu út úr verksmiðjunni í Kansas City, Missouri voru dýrustu bílar sem Ford hafði boðið til sölu en grunnverðið var tæpir 3.000 dollarar.

Flottur fornbíll

Þessir glæsilegu bílar vekja athygli hvar sem þeir sjást í dag og svarti Skylinerinn hans Garðars Steingrímssonar Krúserfélaga er þar engin undantekning. Gríðarlega fallegur og vel hirtur bíll.

Sama vél og í Thunderbird

Þessi fallegi svarti Skyliner er knúinn af 312 cid V8 T-Bird Special vél sem er pöruð við Ford-O-Matic gírkassa.

Sú vél á að gefa um 300 hestöfl. Skylinerinn er með krómuðum luktum að hluta en að auki er bíllinn með aflstýri og aflbremsur.

Sjötti áratugurinn gekk vel hjá Ford bílaframleiðandanum. Salan fór vaxandi og aðalkeppinauturinn var auðvitað General Motors.

Ford var líka með hinn glæsilega Ford Thunderbird, 2 sæta sportara en árið 1957 var hægt að fá Skylinerinn með sömu vél og Thunderbird.

1957 árgerðin af Ford Fairlane Skyliner þykir einn eftirsóknaverðasti harðtoppurinn frá þessum tíma – sérstaklega vegna þessa rafmagnstopps sem þótti algjört undur á þessum tíma.

Myndband

Fyrri grein

Fengu bílinn endurgreiddan vegna stuttrar drægni

Næsta grein

Porsche Cayenne Turbo E-Hybrid sýndur sem ný toppútgáfa

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Porsche Cayenne Turbo E-Hybrid sýndur sem ný toppútgáfa

Porsche Cayenne Turbo E-Hybrid sýndur sem ný toppútgáfa

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.