Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 22:06
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Galli í 817.000 Teslum lagaður með þráðlausri uppfærslu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
03/02/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 2 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
  • Tesla getur lagað galla í 817.000 bílum með þráðlausri uppfærslu

Tesla þarf að „innkalla“ 817.000 ökutæki, en sem betur fer fyrir fyrirtækið er vandamálið nokkuð sem einfaldlega er hægt að laga með þráðlausri uppfærslu í stað þess að fá bílana inn á verkstæði.

Samkvæmt vefsíðu Electrek er vandamálið fólgið í því að öryggisbeltaáminning virkjast ekki við sumar aðstæður, og það hefur einhverjum hjá Tesla létt verulega þegar það kom í ljós að þetta má að laga með „þráðlausri uppfærslu“.

NHTSA (bandaríska þjóðvegaöryggisstofnunin) gaf út opinbera öryggisinnköllun vegna málsins og það virðist hafa áhrif á „ákveðna árgerð („MY“) 2021-2022 Model S og Model X bíla, og alla Model 3 og Model Y bíla“ í Bandaríkjunum.

Vandamálið er að hljóðmerkið til að minna farþega á að spenna öryggisbeltin fer ekki í gang við mjög sérstakar aðstæður.

NHTSA útskýrir í innkölluninni:

„FMVSS 208, S7.3 (a)-(1), krefst þess að áminningarhljóð fyrir öryggisbelti virki við ræsingu ökutækisins (þ.e. þegar ökumaður ýtir á fótstig hemla eftir að hann er kominn inn í ökutækið) ef öryggisbelti ökumanns er ekki greint spennt. Á ákveðnum MY 2021-2022 Model S og Model X ökutækjum og á öllum MY Model 3 og Model Y ökutækjum, gæti hugbúnaðarvilla komið í veg fyrir að áminningarhljóðið virki við ræsingu ökutækis undir vissum kringumstæðum. Þetta skilyrði er takmarkað við aðstæður þar sem hljóðið var rofið í fyrri aksturslotu og öryggisbeltið var ekki spennt eftir þá truflun (t.d. ef ökumaður fór út úr ökutækinu í fyrri aksturslotunni á meðan áminningin var virk og fór síðar aftur í farartækið og hæfi nýja aksturslotu).“

Aðrar viðvaranir, þar á meðal sú sem verður virk á 22 km/klst. ef einhver öryggisbelti eru losuð, verða ekki fyrir áhrifum né heldur sjónræn áminning.

Þar sem NHTSA telur áminningu um óspennt öryggisbelti vera öryggisatriði, gat Tesla ekki bara flýtt hugbúnaðaruppfærslu til að laga málið og því varð að gera það með opinberri innköllun.

NHTSA útskýrir áhættuna í tilkynningunni:

„Ef áminningin virkjast ekki við upphaf nýrrar aksturslotu og ökumaður tekur ekki eftir logandi öryggisbeltaljósinu, er ekki víst að ökumaður verði minntur á að spenna öryggisbeltið og gæti hafið akstur án beltis, sem gæti aukið hættuna á meiðslum. Tesla er ekki kunnugt um nein meiðsli eða dauðsföll sem rekja megi til þessa.

Það voru starfsmenn hjá Automobile Testing & Research Institute (KATRI) í Suður-Kóreu sem fundu gallann og vöktu athygli Tesla á því í síðasta mánuði.

Tesla tók þegar í stað að vinna að hugbúnaðaruppfærslu til að laga forritið í bílaflotanum.

(Frétt á vef Electrec)

Fyrri grein

Sá ódýrasti kveður markaðinn vestra

Næsta grein

10 dýrustu bílar heims

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
EV6 og hundurinn í Super Bowl auglýsingunni

EV6 og hundurinn í Super Bowl auglýsingunni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.