Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 0:14
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Galin hugmynd eða algjör snilld?

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
17/04/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Hugmyndabílar
Lestími: 6 mín.
285 21
0
146
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Kynningarherferðin sem hófst með nokkuð svipmiklum skúlptúr í nóvember síðastliðnum nær nú hámarki. Það er Lancia Pu+Ra HPE hugmyndabíllinn sem hér er á ferð.

Þetta hlýtur að tákna nokkuð tímabæra, eða eigum við að segja langþráða endurkomum sögufrægs vörumerkis og sýn þeirra á einsog næstu tíu ár í bransanum.

Hér eru hönnuðir Lancia kannski að nurla saman fortíð og framtíð og setja fram heimspekilegar pælingar í stað þess að negla niður hvernig þessi bíll muni verða endanlega. Markaður Lancia hefur reyndar ekki verið stór og hér er höfðað til heimamarkaðarins.

Þetta er nokkuð öflugur bíll, það verður að segjast. Það er greinilega verið að horfa í baksýnispegilinn við samsetningu hugmynda fyrir þennan bíl og hugmyndir sóttar í Beta HPE shooting break bílinn frá 1970.

HPE stóð fyrir High Performance Estate.

En aftur að Pu+Ra sem þýðir Pure/Radical og það verður að viðurkennast að þeir setja fram nokkuð djörf tæknileg markmið. Lancia segir að drægnin verði meiri en 700 km skv. WLTP staðlinum, hann muni eyða minna en 10 kwst. á 100 km. og hleðslutími verði um 10 mínútur frá 10-80%.

Bíllinn er smart, því er ekki að neita, einföld form, hol kringlótt afturljós og nýtt Lancia merki eru svona nokkurnveginn það sem maður tekur eftir við fyrstu sýn.

Inni í ökutækinu ætlar Lancia að búa til „heima er best“ tilfinningu sem á að vera svona eins og þú sitjir í stofunni heima. Þar leggja þeir áherslu á loft, ljós og hljóð. Sætin eru unnin í samráði við ítalska húsgagna framleiðandann Cassina og eru eins og djúpir hægindastólar klæddir ullaráklæði.

Stólarnir eru svo aðskilidr með armpúða sem endar í borði – kannski stofuborði. Inni í bílnum má finna endurvinnanleg efni, ull, flauel og viðarskreytingar.

Hurðarplötur eru framleiddar úr marmakurli og leðri sem búið er til án sútunar með krómi.

S.A.L.A er sýndarviðmót sem stýrir hljóði, blæstri og lýsingu miðlægt og hægt að virkja með hnappi eða raddstýringu. Tvær framúrstefnulegar tæknibrellur eru „Chamemleon tækni Stellantis“ og TAPE, sem stendur fyrir Tailored Predictvie Experience en þessar viðbætur gera ökumanni og farþegum kleift að breyta stemningunni í bílnum.

Þú getur valið um: Immersive (örgrandi/yfirgnæfandi), Wellbeing (þægilega) og svo Entertainment (skemmtilega). TAPE stillingin birtir hringlaga skjá sem kemur upp úr mælaborðinu og á honum má sýna efni frá skjávarpa í farþegarýminu.

Fyrsti bíllinn sem búinn verður þessari tækni er nýr Ypsilon, sportjepplingur sem kemur á markað á næsta ári. Hann mun bæði hafa S.A.L.A og TAPE búnaðinn uppsettan á einhvern máta.

Hann kemur í tengitvinn og rafmagnsútgáfu og er hugsaður í sölu til ársins 2028 þegar nýr rafmagnaður Delta kemur á markað. Eftir það ætlar Lancia bara að bjóða upp á rafknúin ökutæki. Einhversstaðar á milli þessara tveggja bíla, Ypsilon og Delta mun svo koma á markað Lancia Gamma, lúxusbíll og flaggskip Lancia.

Fyrri grein

Nýtt flaggskip – Volkswagen ID.7 afhjúpaðaður

Næsta grein

Dacia og Duster eru ekki tvíburar

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Dacia og Duster eru ekki tvíburar

Dacia og Duster eru ekki tvíburar

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.