Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 18:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fyrstu stjörnur ársins hjá Euro NCAP

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
03/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
265 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í gær birti Euro NCAP fyrstu niðurstöður sínar á árinu 2022 með öryggiseinkunn sjö ökutækja. Volkswagen Polo og Taigo krossoverinn fá báðir fimm stjörnur.

Megane E-Tech, fyrsti al-rafmagnaði bíllinn á nýjum grunni undirvagns fyrir rafbíla frá Renault náði einnig hæstu öryggiseinkunn ásamt nýjum Lexus NX. BMW 2 Coupé náði hins vegar ekki nema fjórum stjörnum.

Í júli 2022 gengur í gildi ný löggjöf ökutækja sem hefur með mikilvæg öryggiskerfi að gera. Kerfi á borð við sjálfkeyrandi búnað, sjálfvirka hemlun og skynvæddan hraðastilli.

Þessi nýja tækni verður því sett inn í prófunarferli Euro NCAP á árinu. Það verður vísast nóg að gera hjá þeim við að innleiða nýju tæknina inn í ferlið, og það á sjálfu tuttugu og fimm ára afmæli Euro NCAP.

Allt er þetta gert með framtíðaröryggi ökutækja og notenda þeirra í huga.

Bílaframleiðendur geta því áfram treyst á að viðurkenning á borð við fimm stjörnur í Euro NCAP prófunum auki sölumöguleika bíla þeirra.

Volkswagen var einmitt að koma nýjum Polo á markað með talsverðum útlitsbreytingum ásamt slatta af nýrri tækni í akstursöryggiskerfum.

Fyrir vikið rann Polo-inn ljúflega í gegnum prófið og fékk skráðar fimm stjörnur.

Lexus NX er fáanlegur sem hefðbundinn Plug-in-hybrid og deilir sama undirvagni og RAV4. Þó að Lexus-inn hafi staðið sig vel í prófunum og skorað nægilega mörg stig til að fá fimm stjörnur skráðar, veittu verkfræðingar Lexus ekki nægilegar tæknilegar upplýsingar um bílinn sem venjulega er deilt með Euro NCAP, eitthvað sem telst afar óvenjulegt þegar Toyota samsteypan á í hlut.

Megane E-Tech er nýja stjarna Renault; hreinn rafbíll sem á að endurheimta hlutdeild Renault á markaðnum fyrir meðalstóra fjölskyldubíla.

Með alveg nýrri grind, útliti og endurbættum öryggiskerfum eins og háþróaða akstursaðstoðarkerfinu AEB slær þessi Renault í gegn hvað varðar bíla sem eru ekki bara fallegir heldur öruggir líka. Fimm stjörnu bíll hjá Euro NCAP.

Prófanir á BMW 2 Coupé sýndu að bíllinn býður upp á góða árekstrarvörn og viðunandi öryggisbúnað varðandi gangandi vegfarendur.

Sjálvirka neyðarhemlunarkerfið virkaði vel í einföldum aðstæðum en þar sem fleiri bílar og gangandi vegfarendur komu við sögu var búnaðurinn ekki nægilega góður til að skora fullt hús stiga.

Sérstaklega var nefnt að kerfið virkaði ekki nógu vel þegar hjólað var í veg fyrir bílinn. BMW 2 Coupé fær því aðeins fjórar stjörnur á prófinu.

Afmælisárið hjá Euro NCAP byrjar með prófunum á nokkrum eðalbílum eins og minnst var á hér að ofan.

Euro NCAP telur að næsti áratugur muni hafa í för með sér miklar áskoranir og meðal þeirra breytinga sem vænta má er eitt og annað sem hefur með sjálfkeyrslubúnað að gera sem og annað sem honum tengist.

Síðustu ár hefur Euro NCAP einbeitt sér að nýjum kerfum sem bílaframleiðendur hafa teflt fram á markaðnum eins og háþróaðri sjálfkeyrandi tækni. Markmiðið er að veita bílakaupendum lykilupplýsingar um öryggi bíla á markaðnum eftir sem áður.

Euro NCAP hefur einnig birt einkunnir fyrir VW ID.5 sem fékk fimm stjörnur líkt og forveri hans ID.4 í fyrra ásamt Ford Tourneo, tvíburabróður fimm stjörnu VW Caddy.

Fyrri grein

Rústuðu kleinuhringjabúð á stolnum bíl

Næsta grein

Innrás í Úkraínu stöðvar framleiðslu Porsche

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Innrás í Úkraínu stöðvar framleiðslu Porsche

Innrás í Úkraínu stöðvar framleiðslu Porsche

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.