Fyrsta mynd af 2021 árgerð Toyota RAV4 tengitvinnbíls sýnd
Eins og við vitum þá eru þeir hjá Honda nýlega búnir að kynna 2020 CR-V Hybrid, eða „tengitvinnbíl“, en Toyota eru nýbúnir að bæta um betur og kynntu í dag væntanlega frumsýningu á Toyota RAV4 „Plug-in Hybrid“ af árgerð 2021.

Þessi viðbót við línu RAV4 verður formlega frumsýnd í næsta mánuði á bílasýningunni í Los Angeles.
Toyota hefur ekki gefið út neinar sérstakar upplýsingar um þennan nýja bíl fyrir utan þessa einu mynd af RAV4-tengitvinnbílnu, sem sýnir einnig nýjan lit, „Supersonic Red“.
En við munum vita meira þegar RAV4-tengitvinnbíllinn verður frumsýndur þann 20. nóvember 2019.



