Furðulegt heimsmet Han Yue

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

„Side wheelie“ er stórfurðuleg aksturstæknibrella og ekki á margra færi. Þetta er í raun að „tvíhjóla“ á bíl. Kínverskur áhættuökumaður sló heimsmet í svona furðuakstri og það á sjálfum Nürburgring.

Han Yue er vel þekktur fyrir ótrúlega ökuleikni og hann hefur líka slegið þau mörg, heimsmetin. Þetta er eitt af þeim furðulegri sem hann á skráð í heimsmetabók Guinness en metið sló Yue árið 2016.

Þá ók hinn 46 ára gamli Red Bull áhættuökumaður 20,8 kílómetra á Nordschleife-brautinni á Nürburgring, á tveimur hjólum. Ökutækið var Mini Cooper og tíminn sem þetta tók voru 45 mínútur, 59 sekúndur og 11 sekúndubrot. Þetta eru 73 beygjur! Beygjur sem reynast ökumönnum oftar en ekki hreinasta áskorun þegar ekið er venjulega, þ.e. á fjórum hjólum, eðli máls samkvæmt.

Þetta er mikil áskorun, en ofan á allt bættist að brautin var blaut eftir rigningu og svo skein sólin skært inn á milli. Að akstri loknum sagði Yue: „Þetta var eins og að takast á við allar árstíðirnar fjórar þarna á brautinni.“

Mætti bara halda að þetta hafi verið á Íslandi!

Norðurlykkjan eða Nordschleife er elsti hluti kappakstursbrautarinnar, og þykir með eindæmum erfið viðureignar. Oft kölluð Græna Helvítið. Lesa má um Nordschlefe hér.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar